Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkið greiddi félagsgjöldin í tengslanet atvinnulífs og stjórnmála

Fyr­ir­tæk­ið Ex­edra hef­ur um ára­bil ver­ið starf­rækt sem „vett­vang­ur fyr­ir val­inn hóp áhrifa­mik­illa kvenna“ úr stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og einka­geir­an­um. Þar hitt­ast með­al ann­ars þing­kon­ur, banka­stjór­ar, for­stöðu­menn op­in­berra stofn­ana og fjöl­miðla­kon­ur.

Ríkið greiddi félagsgjöldin í tengslanet atvinnulífs og stjórnmála
„Valinn hópur áhrifamikilla kvenna“ Félagsskapnum Exedra hefur verið líkt við Frímúrarareglu kvenna. Mynd: Shutterstock

Forsætisráðuneytið, Einkaleyfastofan og Ríkissáttasemjari hafa greitt félagsgjöld fyrir starfsmenn sem eiga aðild að Exedra, tengslaneti kvenna úr stjórnmálum, stjórnsýslu, atvinnulífi og fjölmiðlum, í ár og í fyrra.

Samtökin eru rekin sem einkahlutafélag, Exedra ehf., sem er í eigu Sigþrúðar Ármann lögfræðings og Evu Hrundar Einarsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 sem „vettvangur fyrir valinn hóp áhrifamikilla kvenna“ að því er áður kom fram á vef þess. Fríblaðið Sirkús lýsti Exedra sem „leynifélagi“ árið 2007 sem hefði verið „líkt við rótarýklúbb og/eða Frímúrararegluna“.

Félagið hefur haldið mánaðarlega fundi um árabil og jafnframt skipulagt skemmtiferðir kvenna til útlanda, en ráðherrar, bankastjórar, framkvæmdastjórar fyrirtækja og forstöðumenn opinberra stofnana hafa verið í hópi félaga. 

Fjallað er um Exedra í meistararitgerð Valgerðar Jóhannesdóttur viðskiptafræðings frá 2009 og rætt við aðila að samtökunum undir nafnleynd. „Almennt í tengslanetum þurfum við að vera óhræddar við að nota þetta sem viðskiptatækifæri,“ er haft eftir einum viðmælandanum. „Að við ætlum að nýta okkur þetta í starfi og skömmumst okkar ekkert fyrir það að leita hver til annarrar á viðskiptalegum forsendum og þá þarf að hnippa í konur svolítið hvað það varðar.“ 

Forsætisráðuneytið greiddi félagsgjöld að upphæð 63.500 krónur til Exedra í janúar 2018. Í ár lögðu Einkaleyfastofan og Ríkissáttasemjari 74.500 krónur hvort vegna félagsgjalda starfsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár