Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkið greiddi félagsgjöldin í tengslanet atvinnulífs og stjórnmála

Fyr­ir­tæk­ið Ex­edra hef­ur um ára­bil ver­ið starf­rækt sem „vett­vang­ur fyr­ir val­inn hóp áhrifa­mik­illa kvenna“ úr stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og einka­geir­an­um. Þar hitt­ast með­al ann­ars þing­kon­ur, banka­stjór­ar, for­stöðu­menn op­in­berra stofn­ana og fjöl­miðla­kon­ur.

Ríkið greiddi félagsgjöldin í tengslanet atvinnulífs og stjórnmála
„Valinn hópur áhrifamikilla kvenna“ Félagsskapnum Exedra hefur verið líkt við Frímúrarareglu kvenna. Mynd: Shutterstock

Forsætisráðuneytið, Einkaleyfastofan og Ríkissáttasemjari hafa greitt félagsgjöld fyrir starfsmenn sem eiga aðild að Exedra, tengslaneti kvenna úr stjórnmálum, stjórnsýslu, atvinnulífi og fjölmiðlum, í ár og í fyrra.

Samtökin eru rekin sem einkahlutafélag, Exedra ehf., sem er í eigu Sigþrúðar Ármann lögfræðings og Evu Hrundar Einarsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 sem „vettvangur fyrir valinn hóp áhrifamikilla kvenna“ að því er áður kom fram á vef þess. Fríblaðið Sirkús lýsti Exedra sem „leynifélagi“ árið 2007 sem hefði verið „líkt við rótarýklúbb og/eða Frímúrararegluna“.

Félagið hefur haldið mánaðarlega fundi um árabil og jafnframt skipulagt skemmtiferðir kvenna til útlanda, en ráðherrar, bankastjórar, framkvæmdastjórar fyrirtækja og forstöðumenn opinberra stofnana hafa verið í hópi félaga. 

Fjallað er um Exedra í meistararitgerð Valgerðar Jóhannesdóttur viðskiptafræðings frá 2009 og rætt við aðila að samtökunum undir nafnleynd. „Almennt í tengslanetum þurfum við að vera óhræddar við að nota þetta sem viðskiptatækifæri,“ er haft eftir einum viðmælandanum. „Að við ætlum að nýta okkur þetta í starfi og skömmumst okkar ekkert fyrir það að leita hver til annarrar á viðskiptalegum forsendum og þá þarf að hnippa í konur svolítið hvað það varðar.“ 

Forsætisráðuneytið greiddi félagsgjöld að upphæð 63.500 krónur til Exedra í janúar 2018. Í ár lögðu Einkaleyfastofan og Ríkissáttasemjari 74.500 krónur hvort vegna félagsgjalda starfsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár