Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkið greiddi félagsgjöldin í tengslanet atvinnulífs og stjórnmála

Fyr­ir­tæk­ið Ex­edra hef­ur um ára­bil ver­ið starf­rækt sem „vett­vang­ur fyr­ir val­inn hóp áhrifa­mik­illa kvenna“ úr stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og einka­geir­an­um. Þar hitt­ast með­al ann­ars þing­kon­ur, banka­stjór­ar, for­stöðu­menn op­in­berra stofn­ana og fjöl­miðla­kon­ur.

Ríkið greiddi félagsgjöldin í tengslanet atvinnulífs og stjórnmála
„Valinn hópur áhrifamikilla kvenna“ Félagsskapnum Exedra hefur verið líkt við Frímúrarareglu kvenna. Mynd: Shutterstock

Forsætisráðuneytið, Einkaleyfastofan og Ríkissáttasemjari hafa greitt félagsgjöld fyrir starfsmenn sem eiga aðild að Exedra, tengslaneti kvenna úr stjórnmálum, stjórnsýslu, atvinnulífi og fjölmiðlum, í ár og í fyrra.

Samtökin eru rekin sem einkahlutafélag, Exedra ehf., sem er í eigu Sigþrúðar Ármann lögfræðings og Evu Hrundar Einarsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 sem „vettvangur fyrir valinn hóp áhrifamikilla kvenna“ að því er áður kom fram á vef þess. Fríblaðið Sirkús lýsti Exedra sem „leynifélagi“ árið 2007 sem hefði verið „líkt við rótarýklúbb og/eða Frímúrararegluna“.

Félagið hefur haldið mánaðarlega fundi um árabil og jafnframt skipulagt skemmtiferðir kvenna til útlanda, en ráðherrar, bankastjórar, framkvæmdastjórar fyrirtækja og forstöðumenn opinberra stofnana hafa verið í hópi félaga. 

Fjallað er um Exedra í meistararitgerð Valgerðar Jóhannesdóttur viðskiptafræðings frá 2009 og rætt við aðila að samtökunum undir nafnleynd. „Almennt í tengslanetum þurfum við að vera óhræddar við að nota þetta sem viðskiptatækifæri,“ er haft eftir einum viðmælandanum. „Að við ætlum að nýta okkur þetta í starfi og skömmumst okkar ekkert fyrir það að leita hver til annarrar á viðskiptalegum forsendum og þá þarf að hnippa í konur svolítið hvað það varðar.“ 

Forsætisráðuneytið greiddi félagsgjöld að upphæð 63.500 krónur til Exedra í janúar 2018. Í ár lögðu Einkaleyfastofan og Ríkissáttasemjari 74.500 krónur hvort vegna félagsgjalda starfsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár