Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkið greiddi félagsgjöldin í tengslanet atvinnulífs og stjórnmála

Fyr­ir­tæk­ið Ex­edra hef­ur um ára­bil ver­ið starf­rækt sem „vett­vang­ur fyr­ir val­inn hóp áhrifa­mik­illa kvenna“ úr stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og einka­geir­an­um. Þar hitt­ast með­al ann­ars þing­kon­ur, banka­stjór­ar, for­stöðu­menn op­in­berra stofn­ana og fjöl­miðla­kon­ur.

Ríkið greiddi félagsgjöldin í tengslanet atvinnulífs og stjórnmála
„Valinn hópur áhrifamikilla kvenna“ Félagsskapnum Exedra hefur verið líkt við Frímúrarareglu kvenna. Mynd: Shutterstock

Forsætisráðuneytið, Einkaleyfastofan og Ríkissáttasemjari hafa greitt félagsgjöld fyrir starfsmenn sem eiga aðild að Exedra, tengslaneti kvenna úr stjórnmálum, stjórnsýslu, atvinnulífi og fjölmiðlum, í ár og í fyrra.

Samtökin eru rekin sem einkahlutafélag, Exedra ehf., sem er í eigu Sigþrúðar Ármann lögfræðings og Evu Hrundar Einarsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 sem „vettvangur fyrir valinn hóp áhrifamikilla kvenna“ að því er áður kom fram á vef þess. Fríblaðið Sirkús lýsti Exedra sem „leynifélagi“ árið 2007 sem hefði verið „líkt við rótarýklúbb og/eða Frímúrararegluna“.

Félagið hefur haldið mánaðarlega fundi um árabil og jafnframt skipulagt skemmtiferðir kvenna til útlanda, en ráðherrar, bankastjórar, framkvæmdastjórar fyrirtækja og forstöðumenn opinberra stofnana hafa verið í hópi félaga. 

Fjallað er um Exedra í meistararitgerð Valgerðar Jóhannesdóttur viðskiptafræðings frá 2009 og rætt við aðila að samtökunum undir nafnleynd. „Almennt í tengslanetum þurfum við að vera óhræddar við að nota þetta sem viðskiptatækifæri,“ er haft eftir einum viðmælandanum. „Að við ætlum að nýta okkur þetta í starfi og skömmumst okkar ekkert fyrir það að leita hver til annarrar á viðskiptalegum forsendum og þá þarf að hnippa í konur svolítið hvað það varðar.“ 

Forsætisráðuneytið greiddi félagsgjöld að upphæð 63.500 krónur til Exedra í janúar 2018. Í ár lögðu Einkaleyfastofan og Ríkissáttasemjari 74.500 krónur hvort vegna félagsgjalda starfsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár