Norski laxeldisrisinn Salmar, meirihlutaeigandi Arnarlax á Bíldudal, telur að laxeldisleyfi fyrirtækisins hafi verið gróflega vanmetin í bókhaldi þess. Salmar færir laxeldisleyfi Arnarlax á Íslandi á fjórfalt hærra raunverði en áður bókfært verðmæti þeirra var, í nýjasta ársreikningi norska laxeldisfyrirtækisins sem var gerður opinber í dag.
Þetta sýnir meðal annars að verðmætið sem Salmar sér í Arnalaxi eru ekki eiginlegar núverandi eignir félagsins heldur framleiðslugeta Salmar á eldislaxi í framtíðinni. Þetta viðhorf kemur glögglega fram í ársreikningi Salmar þar sem meðal annars segir: „Arnarlax á leyfi til að framleiða nærri þrefalt meira af eldislaxi en félagið gerði í fyrra þegar sjö þúsund tonn voru framleidd.“
Starfsemi Salmar á Íslandi í gegnum Arnarlax er þó aðeins pínulítill hluti af starfsemi fyrirtækisins á alþjóðlegum vettvangi, aðallega í Noregi og Skotlandi. Fyrirtækið framleiddi rúmlega 140 þúsund tonn af eldislaxi í fyrra en af því voru einungis 7 þúsund tonn hjá Arnarlaxi. Salmar var með …
Athugasemdir