Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng

„Hvorki ís­lensk stjórn­völd eða Al­þingi munu geta stað­ið gegn slíkri fram­kvæmd,“ seg­ir á vef sam­tak­anna Ork­unn­ar okk­ar þar sem nafn­greind­um lög­fræð­ing­um er eign­uð skoð­un sem þeir hafa hvergi hald­ið fram.

Samtök halda því ranglega fram að þriðji orkupakkinn veiti ACER vald til að knýja fram sæstreng
Vara við Frosti Sigurjónsson og Guðni Ágústsson eru á meðal talsmanna hópsins Orkan okkar og hafa varað við innleiðingu þriðja orkupakkans. Mynd: Skjáskot af Facebook og Youtube

Samtökin Orkan okkar sem berjast gegn þriðja orkupakkanum halda því fram á vef sínum að með innleiðingu þriðja orkupakkans muni Íslendingar glata ákvörðunarvaldinu um lagningu sæstrengs til Íslands. 

„ACER mun skera úr um hvort umsóknir um sæstreng til Íslands verði samþykktar. Hvorki íslensk stjórnvöld eða Alþingi munu geta staðið gegn slíkri framkvæmd,“ segir á vefnum. „Þess vegna m.a. töldu lögfræðingarnir Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson í álitsgerð sinni til utanríkisráðuneytisins að reglugerð 713/2009 samrýmist ekki stjórnarskrá Íslands.“

Þetta er rangt. Engin ákvæði í gerðum þriðja orkupakkans veita ACER, hinni samevrópsku Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, vald til að ákveða hvort lagður verði sæstrengur milli Íslands og Evrópu eða ekki. Raunar mun hún ekki geta gefið íslenskum stjórnvöldum nein bindandi tilmæli yfir höfuð. 

Valheimildir sem ACER fer með innan Evrópusambandsins verða í höndum Etirlitsstofnunar EFTA (ESA) gagnvart EFTA-ríkjunum. 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 veitir ESA, undir sérstökum kringumstæðum og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, vald til að taka lagalega bindandi ákvarðanir um skilmála og skilyrði fyrir aðgangi að og rekstraröryggi grunnvirkis yfir landamæri. ESA mun þó ekki fá neinar heimildir til að neyða Íslendinga til að leggja eða leyfa sæstreng. Engin ákvæði í gerðum þriðja orkupakkans gefa tilefni til að draga slíka ályktun. 

Skúli Magnússondósent við lagadeild HÍ.

Lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst árétta þetta raunar sérstaklega í álitsgerð sinni um stjórnskipuleg álitamál varðandi þriðja orkupakkann. „Þriðji orkupakkinn leggur enga skyldu á aðildarríki um að koma á fót raforkutengingu/grunnvirkjum yfir landamæri,“ skrifa þeir. Þannig er fullyrðingin um viðhorf þeirra á vef Orkunnar okkar röng. 

Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild HÍ, er sama sinnis og þeir hvað þetta varðar. Í álitsgerð sinni um stjórnskipuleg álitamál varðandi þriðja orkupakkann segir hann „hafið yfir vafa að afleiddur réttur sambandsins, þ.á m. umræddar gerðir þriðja orkapakkans, fela ekki í sér skyldu til slíkrar framkvæmdar eða til skyldu til að leyfa þær“ auk þess sem „heimildir Eftirlitsstofnunar EFTA/Samstarfsstofnunarinnar beinast ekki að ákvörðunum um slíkar framkvæmdir“. 

Fleiri rangar fullyrðingar eru settar fram á vef Orkunnar okkar. Þar segir til dæmis: „Verði þriðji orkumarkaðslagabálkur ESB innleiddur, taka ákvæði fjórfrelsis EES markaðarins gildi.“ Hið rétta er að meginreglur EES-samningsins um fjórfrelsið gilda nú þegar um íslenskan raforkumarkað og breytir þriðji orkupakkinn engu um það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár