Frá því hann var strákur í Laugarási í Biskupstungum hefur Tómas Grétar Gunnarsson byrjað að ókyrrast snemma á vorin. Þá fer hann að fylgjast náið með veður- og hitabreytingum og líta reglulega til himins. Þegar svo fyrstu farfuglarnir koma fjúkandi inn til landsins halda honum engin bönd. Þetta eiga margir erfitt með að skilja en ekki annað fuglaáhugafólk, sem tengir flest við tilfinninguna.
Líkast til hefur þessi mikli fuglaáhugi Tómasar allt frá æsku átt sinn þátt í því að í dag gegnir hann stöðu forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. Háskólinn rekur níu slík setur víðs vegar um land en þar sinna vísindamenn rannsóknum, til að mynda á landnotkun og líffræðilegri fjölbreytni. Helsta rannsóknarefni þeirra sem starfa á Suðurlandi eru íslenskir farfuglastofnar. „Við erum t.d. bæði að skoða hvernig varp- og vetrarstöðvar tengjast við að stýra þessum stofnum, því ýmislegt sem kemur fyrir þessa fugla á veturna hefur afleiðingar á …
Athugasemdir