Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Höfnun á orkupakkanum gæti raskað hagsmunum Íslands innan EES-samstarfsins

„Það er vand­séð að Ís­land hefði hag af því að taka EES-samn­ing­inn upp með þess­um hætti,“ seg­ir í svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Óla Björns Kára­son­ar.

Höfnun á orkupakkanum gæti raskað hagsmunum Íslands innan EES-samstarfsins

Ef Íslendingar færu fram á að hefja viðræður innan sameiginlegu EES-nefndarinnar um að Ísland falli að mestu eða öllu leyti utan við orkuviðauka EES-samningsins myndi slíkt vekja upp grundvallarspurningar um stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Vandséð er að Íslendingar hafi hag af því að taka EES-samninginn til sérstakrar endurskoðunar. Þetta er mat utanríkisráðuneytisins. 

„Hvað varðar kröfur um að gera breytingar í heild sinni á efni viðauka við EES-samninginn, sem hefur verið hluti hans frá undirritun, felst krafa um að hefja viðræður um endurskoðun EES-samningsins, a.m.k. hvað hlutaðeigandi viðauka við EES-samninginn varðar,“ segir í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við ítarlegri fyrirspurn Óla Björns Kárasonar um þriðja orkupakkann sem birtist á vef Alþingis á gær.

Utanríkisráðuneytið bendir á að viðaukar við EES-samninginn eru órjúfanlegur hluti samningsins sjálfs en meginmarkmið hans er að tryggja einsleitt regluverk á Evrópska efnahagssvæðinu. Í því felst meðal annars að löggjöf ESB sem varðar innri markaðinn sé tekin upp í EES-samninginn. 

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa laggst eindregið gegn því að Alþingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd  ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku þriðja orkupakkans. „Hvað er svona hættulegt vð að segja nei við þessu? Þetta fer þá bara fyrir sameiginlegu EES-nefndina og við bara tökum á því þar. Látum bara reyna á málið fyrir sameiginlegu EES-nefndinni,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í umræðu um málið rétt í þessu. Sigurður Páll Jónsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn sama flokks, töluðu með svipuðum hætti í gær.

Utanríkisráðherra virðist telja þetta óráð. „Af hálfu allra samningsaðila EES-samningsins hefur hingað til verið lítill áhugi á að hefja viðræður um endurskoðun EES-samningsins, enda gætu slíkar viðræður falið í sér að tekin yrðu upp að nýju viðkvæm málefni sem tókst að miðla málum um við gerð samningsins, m.a. varðandi stofnanauppbyggingu samningsins og efnislegar skuldbindingar,“ segir í svarinu.

„Mestu máli skiptir í þessu samhengi að veigamestu undanþágur EFTA-ríkjanna, þ.m.t. undanþága Íslands frá fjárfestingum í sjávarútvegi og fjárframlög þeirra til sjóða ESB, yrðu endurskoðaðar. Almennt hefur verið talið ólíklegt að þrjú EFTA-ríki gætu náð hagstæðari samningum við ESB en sjö EFTA-ríki gerðu á sínum tíma í samningaviðræðum við þáverandi tólf aðildarríki ESB um EES-samninginn. Það er því vandséð að Ísland hefði hag af því að taka EES-samninginn upp með þessum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Utanríkismál

Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
FréttirUtanríkismál

Sig­mund­ur Dav­íð skoð­aði lagn­ingu sæ­strengs með Ca­meron „til að sýna fram á að það hent­aði ekki“

Þing­heim­ur hló þeg­ar Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, sagð­ist ein­göngu hafa sam­þykkt stofn­un vinnu­hóps með Bret­um um lagn­ingu sæ­strengs ár­ið 2015 til þess að ekk­ert yrði af verk­efn­inu. Hann mæl­ir með að Bret­land gangi í EES, þrátt fyr­ir að ut­an þess yrði sæ­streng­ur ill­mögu­leg­ur eft­ir Brex­it.
Fyrrverandi héraðsdómari segir Guðlaug Þór hafa misbeitt valdi og jafnvel bakað sér refsiábyrgð
Fréttir

Fyrr­ver­andi hér­aðs­dóm­ari seg­ir Guð­laug Þór hafa mis­beitt valdi og jafn­vel bak­að sér refsi­á­byrgð

Pét­ur Guð­geirs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, tel­ur ut­an­rík­is­ráð­herra hafa gerst sek­an um ólög­mæta íhlut­un í stjórn­skip­un­ar­mál full­valda rík­is með stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­unni við Ju­an Guaidó í Venesúela. Rétt­ast sé að Guð­laug­ur biðj­ist af­sök­un­ar og segi af sér.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár