Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mið­flokks­menn vitnuðu óspart í lög­fræðinga sem lögðu blessun sína yfir orku­pakka­leið ríkis­stjórnarinnar

Ólaf­ur Ís­leifs­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, var spurð­ur hvort hann væri ekki læs. „Er bú­ið að af­nema álits­gerð Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Frið­riks Árna Frið­riks­son­ar?“ kall­aði svo Ólaf­ur þeg­ar ut­an­rík­is­ráð­herra vís­aði í álits­gerð lög­fræð­ing­anna.

Mið­flokks­menn vitnuðu óspart í lög­fræðinga sem lögðu blessun sína yfir orku­pakka­leið ríkis­stjórnarinnar

Þingmenn Miðflokksins vitnuðu óspart í álitsgerð tveggja lögfræðinga sem hafa lagt blessun sína yfir þá leið sem ríkisstjórnin leggur til að farin verði við innleiðingu þriðja orkupakkans þegar rætt var um málið á Alþingi í gær.

Ólafur Ísleifsson og Una María Óskarsdóttir, þingmaður og varaþingkona Miðflokksins, byggðu nær allan sinn málflutning á einstökum atriðum sem fram koma í álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB og EFTA vegna þriðja orkupakkans. Lögðu Miðflokksmenn áherslu á að lögfræðingarnir hefðu lýst alvarlegum efasemdum um að fyrirhugað framsal ríkisvalds rúmaðist innan ákvæða stjórnarskrárinnar.

Það var ekki fyrr en seig á seinni hluta umræðunnar sem þingmennirnir virtust átta sig á því að það er einmitt þessi sama álitsgerð sem liggur til grundvallar þeirri leið sem ríkisstjórnin hefur kosið að fara við innleiðingu þriðja orkupakkans, þ.e. að innleiða hann í íslenskan rétt með lagalegum fyrirvara um að ákvæði um grunnvirki yfir landamæri, t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, öðlist ekki gildi, enda sé slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara á Íslandi.

Fjallað er með ítarlegum hætti um umræddan fyrirvara og ástæðurnar að baki honum í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær.

Málflutningur Miðflokksmanna vakti nokkra furðu og hneykslun í þingsal. Þannig var hlegið og kallað fram í fyrir Ólafi Ísleifssyni: „Ertu læs?“ 

„Er búið að afnema álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar?“

Þegar utanríkisráðherra benti á að ríkisstjórnin hefði ákveðið að fylgja ráðleggingum þeirra tveggja lögfræðinga sem hefðu haft lýst mestum áhyggjum af þeim þætti þriðja orkupakkans er lýtur að framsalsheimildum til alþjóðlegra stofnana kallaði Ólafur: „Er hún í gögnum málsins? Er búið að afnema álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar?“ 

Una María, flokkssystir Ólafs, steig skömmu síðar í ræðustól og gagnrýndi þingheim fyrir að hafa sýnt Ólafi Ísleifssyni óvirðingu þegar hann lýsti skoðunum sínum.

Byggði ræða Unu Maríu einnig nær alfarið á tilvitnunum í álitsgerð Stefáns Más og Friðriks Árna án þess að vikið væri að þeirri lausn sem þeir leggja til í niðurstöðukafla álitsgerðar sinnar og ríkisstjórnin ákvað að byggja á við innleiðingu þriðja orkupakkans.

„Meðalaðilar sem eru að efast um þetta eru menn eins og Frosti Sigurjónsson, Guðni Ágústsson, Haraldur Ólafsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Hjörleifur Guttormsson“

Þorgrímur Sigmundsson, sem einnig er varaþingmaður Miðflokksins, lagði áherslu á að stjórnarskráin yrði að njóta vafans í málinu. „Ég nefni hér bara, til þess að það komi fram hér, að meðalaðilar sem eru að efast um þetta eru menn eins og Frosti Sigurjónsson, Guðni Ágústsson, Haraldur Ólafsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Hjörleifur Guttormsson,“ sagði hann. „Mér þykir bara eðlilegt á meðan að menn sem hafa mikla reynslu af störfum fyrir Alþingi Íslendinga og við lagasetningar og við þingsályktunartillögur, þegar þeir hafa uppi svona miklar efasemdir, þá finnst mér eðlilegt að við hlustum.“ 

Í álitsgerð Stefáns Más og Friðriks Árna eru nefndar tvær mögulegar leiðir í orkupakkamálinu til að tryggja að ekki verði brotið gegn stjórnarskrá.

„Ein möguleg lausn gæti falist í því að Ísland fari fram á undanþágur frá reglugerðum nr. 713/2009 og 714/2009 í heild, m.a. á þeirri forsendu að hér á landi fari ekki fram raforkuviðskipti milli landa, og eigi fyrrgreindar reglugerðir því ekki við um aðstæður hér á landi. Kosturinn við þessa aðferð er að hún er tiltölulega einföld í framkvæmd og mætti segja að EES/EFTA-ríkin töluðu einum rómi efslíkar undanþágur fyrir Ísland yrðu samþykktar,“ segja höfundarnir.

Hinni leiðinni, sem ríkisstjórnin hefur kosið að fara, er lýst með eftirfarandi hætti: „Þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt en með lagalegum fyrirvara um að ákvæði hans um grunnvirki yfir landamæri, t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, öðlist ekki gildi, enda er slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á landi. Grunnforsenda þessarar lausnar væri þá sú að þriðji orkupakkinn leggi ekki skyldur á Ísland til að koma á fót grunnvirkjum yfir landamæri, heldur sé ákvörðun um það alfarið á forræði Íslands. Ef Ísland tæki ákvörðun um að leggja grunnvirki yfir landamæri, yrðu ákvæði þriðja orkupakkans um grunnvirki yfir landamæri tekin að nýju til skoðunar og þá m.a. með tilliti til þess hvort þau samrýmist stjórnarskránni.“ Taka höfundar fram að þessi lausn sé ekki gallalaus.

„Þetta er önnur þeirra leiða sem lögð var til í áliti okkar Friðriks og að okkar mati er upptaka og innleiðing gerðarinnar með þessum hætti heimil samkvæmt stjórnarskrá enda er lagalegur fyrirvari um að þessi tilteknu ákvæði komi ekki til framkvæmda fyrr en lagagrundvöllurinn, þar með talið stjórnskipunarvandinn, hefur verið tekinn til endurskoðunar á Alþingi,“ segir Stefán Már í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins þann 22. mars eftir að ríkisstjórnin samþykkti að leggja þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann fyrir Alþingi.

Greininni hefur verið breytt og tilvitnunum bætt inn í hana frá því hún birtist fyrst.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár