Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mið­flokks­menn vitnuðu óspart í lög­fræðinga sem lögðu blessun sína yfir orku­pakka­leið ríkis­stjórnarinnar

Ólaf­ur Ís­leifs­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, var spurð­ur hvort hann væri ekki læs. „Er bú­ið að af­nema álits­gerð Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Frið­riks Árna Frið­riks­son­ar?“ kall­aði svo Ólaf­ur þeg­ar ut­an­rík­is­ráð­herra vís­aði í álits­gerð lög­fræð­ing­anna.

Mið­flokks­menn vitnuðu óspart í lög­fræðinga sem lögðu blessun sína yfir orku­pakka­leið ríkis­stjórnarinnar

Þingmenn Miðflokksins vitnuðu óspart í álitsgerð tveggja lögfræðinga sem hafa lagt blessun sína yfir þá leið sem ríkisstjórnin leggur til að farin verði við innleiðingu þriðja orkupakkans þegar rætt var um málið á Alþingi í gær.

Ólafur Ísleifsson og Una María Óskarsdóttir, þingmaður og varaþingkona Miðflokksins, byggðu nær allan sinn málflutning á einstökum atriðum sem fram koma í álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB og EFTA vegna þriðja orkupakkans. Lögðu Miðflokksmenn áherslu á að lögfræðingarnir hefðu lýst alvarlegum efasemdum um að fyrirhugað framsal ríkisvalds rúmaðist innan ákvæða stjórnarskrárinnar.

Það var ekki fyrr en seig á seinni hluta umræðunnar sem þingmennirnir virtust átta sig á því að það er einmitt þessi sama álitsgerð sem liggur til grundvallar þeirri leið sem ríkisstjórnin hefur kosið að fara við innleiðingu þriðja orkupakkans, þ.e. að innleiða hann í íslenskan rétt með lagalegum fyrirvara um að ákvæði um grunnvirki yfir landamæri, t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, öðlist ekki gildi, enda sé slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara á Íslandi.

Fjallað er með ítarlegum hætti um umræddan fyrirvara og ástæðurnar að baki honum í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær.

Málflutningur Miðflokksmanna vakti nokkra furðu og hneykslun í þingsal. Þannig var hlegið og kallað fram í fyrir Ólafi Ísleifssyni: „Ertu læs?“ 

„Er búið að afnema álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar?“

Þegar utanríkisráðherra benti á að ríkisstjórnin hefði ákveðið að fylgja ráðleggingum þeirra tveggja lögfræðinga sem hefðu haft lýst mestum áhyggjum af þeim þætti þriðja orkupakkans er lýtur að framsalsheimildum til alþjóðlegra stofnana kallaði Ólafur: „Er hún í gögnum málsins? Er búið að afnema álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar?“ 

Una María, flokkssystir Ólafs, steig skömmu síðar í ræðustól og gagnrýndi þingheim fyrir að hafa sýnt Ólafi Ísleifssyni óvirðingu þegar hann lýsti skoðunum sínum.

Byggði ræða Unu Maríu einnig nær alfarið á tilvitnunum í álitsgerð Stefáns Más og Friðriks Árna án þess að vikið væri að þeirri lausn sem þeir leggja til í niðurstöðukafla álitsgerðar sinnar og ríkisstjórnin ákvað að byggja á við innleiðingu þriðja orkupakkans.

„Meðalaðilar sem eru að efast um þetta eru menn eins og Frosti Sigurjónsson, Guðni Ágústsson, Haraldur Ólafsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Hjörleifur Guttormsson“

Þorgrímur Sigmundsson, sem einnig er varaþingmaður Miðflokksins, lagði áherslu á að stjórnarskráin yrði að njóta vafans í málinu. „Ég nefni hér bara, til þess að það komi fram hér, að meðalaðilar sem eru að efast um þetta eru menn eins og Frosti Sigurjónsson, Guðni Ágústsson, Haraldur Ólafsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Hjörleifur Guttormsson,“ sagði hann. „Mér þykir bara eðlilegt á meðan að menn sem hafa mikla reynslu af störfum fyrir Alþingi Íslendinga og við lagasetningar og við þingsályktunartillögur, þegar þeir hafa uppi svona miklar efasemdir, þá finnst mér eðlilegt að við hlustum.“ 

Í álitsgerð Stefáns Más og Friðriks Árna eru nefndar tvær mögulegar leiðir í orkupakkamálinu til að tryggja að ekki verði brotið gegn stjórnarskrá.

„Ein möguleg lausn gæti falist í því að Ísland fari fram á undanþágur frá reglugerðum nr. 713/2009 og 714/2009 í heild, m.a. á þeirri forsendu að hér á landi fari ekki fram raforkuviðskipti milli landa, og eigi fyrrgreindar reglugerðir því ekki við um aðstæður hér á landi. Kosturinn við þessa aðferð er að hún er tiltölulega einföld í framkvæmd og mætti segja að EES/EFTA-ríkin töluðu einum rómi efslíkar undanþágur fyrir Ísland yrðu samþykktar,“ segja höfundarnir.

Hinni leiðinni, sem ríkisstjórnin hefur kosið að fara, er lýst með eftirfarandi hætti: „Þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt en með lagalegum fyrirvara um að ákvæði hans um grunnvirki yfir landamæri, t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, öðlist ekki gildi, enda er slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á landi. Grunnforsenda þessarar lausnar væri þá sú að þriðji orkupakkinn leggi ekki skyldur á Ísland til að koma á fót grunnvirkjum yfir landamæri, heldur sé ákvörðun um það alfarið á forræði Íslands. Ef Ísland tæki ákvörðun um að leggja grunnvirki yfir landamæri, yrðu ákvæði þriðja orkupakkans um grunnvirki yfir landamæri tekin að nýju til skoðunar og þá m.a. með tilliti til þess hvort þau samrýmist stjórnarskránni.“ Taka höfundar fram að þessi lausn sé ekki gallalaus.

„Þetta er önnur þeirra leiða sem lögð var til í áliti okkar Friðriks og að okkar mati er upptaka og innleiðing gerðarinnar með þessum hætti heimil samkvæmt stjórnarskrá enda er lagalegur fyrirvari um að þessi tilteknu ákvæði komi ekki til framkvæmda fyrr en lagagrundvöllurinn, þar með talið stjórnskipunarvandinn, hefur verið tekinn til endurskoðunar á Alþingi,“ segir Stefán Már í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins þann 22. mars eftir að ríkisstjórnin samþykkti að leggja þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann fyrir Alþingi.

Greininni hefur verið breytt og tilvitnunum bætt inn í hana frá því hún birtist fyrst.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár