Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjármálaráð: Stjórnvöld komin í ógöngur og ríkisstjórnin lent í „spennitreyju eigin stefnu“

Fjár­fest­ingaráform rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fyr­ir­hug­að­ar tekju­skatts­breyt­ing­ar eru ákjós­an­legri nú en áð­ur leit út fyr­ir í ljósi breyttra efna­hags­að­stæðna að mati fjár­mála­ráðs.

Fjármálaráð: Stjórnvöld komin í ógöngur og ríkisstjórnin lent í „spennitreyju eigin stefnu“

Fjármálaráð telur að stjórnvöld hafi sýnt grunngildum laga um opinber fjármál „ákveðið tómlæti“ þegar unnið var að fjármálaáætlun 2020-2024. Afkomumarkmið gildandi fjármálastefnu fyrir opinbera aðila í heild muni ekki nást á áætlunartímanum og stjórnvöld hafi lent í „spennitreyju eigin stefnu“. 

Á mannamáli þýðir þetta að ef ríkisstjórnin hyggst uppfylla afkomumarkmið sín á gildistímanum gæti þurft að grípa til aðhaldsráðstafa jafnvel þótt aðstæður í efnahagslífinu kalli frekar á örvandi aðgerðir.

Fjármálaráð skilaði álitsgerð sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær. „Að öllu virtu virðast stjórnvöld hafa lent í spennitreyju eigin stefnu hvað varðar afkomumarkmið. Stjórnvöld eru komin í þessar ógöngur vegna verklags og framvindu í stefnumörkuninni. Fjármálaráð hefur ítrekað varað við að slík staða gæti komið upp,“ segir meðal annars í álitinu.

Þá bendir fjármálaráð á mótsagnakenndan þátt í lögum um opinber fjármál: „Lögin um opinber fjármál heimila ekki að stefnumið fjármálastefnu um afkomu og skuldir séu brotin. Viðbrögð við því eru skýr. Lögin heimila ekki endurskoðun stefnunnar nema grundvallarforsendur bresti. Hér ganga hin geirnegldu stefnumið gegn grunngildunum. Lögin taka ekki á því.“

Álitsgerðin er 68 blaðsíður að lengd og þar er vikið að ýmsu. Til dæmis er bent á að fjárfestingaráform ríkisstjórnarinnar og fyrirhugaðar tekjuskattsbreytingar séu ákjósanlegri nú en áður leit út fyrir í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna. Áður hafði fjármálaráð varað við skattalækkunum

Þá segir ráðið að þær aðhaldsráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur boðað hjá ríki og sveitarfélögum, ef launahækkanir hjá hinu opinbera fara fram úr markmiði um 0,5 prósenta hækkun umfram verðlag, kunni að auka atvinnuleysi og hafa þannig neikvæð áhrif á afkomu hins opinbera. Bent er á að „í áætluninni er enga umfjöllun að finna um hvernig þessi forsenda [0,5 prósenta þakið, innskot blaðamanns] er til komin eða skýrt hvernig hún verður útfærð“. 

Fram kemur að vegna stærðar ferðaþjónustunnar og fyrirferðar í íslensku hagkerfi myndi samdráttur í greininni hafa veruleg áhrif á hagvöxt og atvinnuleysi. „Þá myndi minni vöxtur í greininni leiða til samdráttar í atvinnuvegafjárfestingu sem og í fjárfestingaráformum fyrirtækja í eigu opinberra aðila, gjaldþrotum fyrirtækja í greininni og hugsanlegs útlánataps banka. Þá geta einnig orðið töluverð staðbundin áhrif í ýmsum sveitarfélögum vegna minni útsvarstekna.“

Í ljósi þess að blikur eru á lofti í ferðaþjónustu og dregið hefur úr aukningu ferðamanna til landsins að undanförnu gerir fjármálaráð athugasemd við að enn sé gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku á ferðamenn á áætlunartímanum. „Í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir mætti rökstyðja að í varfærnisskyni væri ekki reiknað með slíkum tekjum í framlagðri áætlun.“ 

Hér má lesa umsögnina í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár