Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hafa áhyggjur af her­þjálfun hægri­öfga­manna á Íslandi

„Við hvetj­um stjórn­end­ur hót­els­ins til að end­ur­skoða þá ákvörð­un að heim­ila af­not af söl­um sín­um fyr­ir slíka starf­semi,“ seg­ir formað­ur Sam­taka hern­að­ar­and­stæð­inga.

Hafa áhyggjur af her­þjálfun hægri­öfga­manna á Íslandi

Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segir áhyggjuefni að öfl sem daðri við verstu birtingarmyndir kynþáttahaturs og útlendingaandúðar skuli óáreitt fá að skipuleggja námskeið á hóteli í miðri Reykjavík með áherslu á vopnaburð og hermennsku.

Stundin greindi frá því í dag að öryggis- og herskólinn European Security Academy Iceland hefði boðað til kynningarfundar um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í Reykjavík. Rætt var við þátttakendur sem vilja nýta sér námskeiðið til að verjast innflytjendum sem koma til Íslands. „Ef þetta heldur svona áfram í Evrópu þá endar þetta með skotvopnum. Því miður,“ sagði einn af viðmælendum Stundarinnar.

Samtök hernaðarandstæðinga hafa fordæmt viðburðinn á Facebook. Guttormur bendir á að í síðasta mánuði hafi öfgamaður og útlendingahatari framið hryðjuverk á Nýja-Sjálandi þar sem fimmtíu manns voru myrtir. „Glæpur þessi hefur orðið mörgum íhugunarefni, enda hafði Nýja-Sjáland til þessa verið talið friðsælt og ólíklegur vettvangur slíkra voðaverka. Viðbrögð samfélagsins hafa falið í sér eindregna höfnun á ofbeldi og hatri,“ segir hann og bætir því við að fyrirtækið sem heldur námskeiðið hafi meðal annars þjálfað öfgahægrihópa í Úkraínu. „Við hvetjum stjórnendur hótelsins til að endurskoða þá ákvörðun að heimila afnot af sölum sínum fyrir slíka starfsemi,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynþáttahatur

Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Afhjúpun

Ís­lensk­ir nýnas­ist­ar lokka „stráka sem eru í sigt­inu“ í dul­kóð­aða net­spjall­hópa

Með­lim­ir Norð­ur­víg­is reyna að fela slóð sína á net­inu. Yngsti virki þátt­tak­and­inn er 17 ára, en hat­ursorð­ræða er kynnt ung­menn­um með gríni á net­inu. Að­ild­ar­um­sókn­ir fara með tölvu­pósti til dæmds of­beld­is­manns sem leið­ir nýnas­ista á Norð­ur­lönd­un­um. Nor­ræn­ir nýnas­ist­ar dvöldu í þrjá daga í skíða­skála í Bláfjöll­um fyrr í mán­uð­in­um.
Nýnasistasíðan hýst af huldufélagi á  Klapparstíg í eigu skattaskjólsfélags
FréttirKynþáttahatur

Nýnas­ist­a­síð­an hýst af huldu­fé­lagi á Klapp­ar­stíg í eigu skatta­skjóls­fé­lags

Nýnas­ist­a­síða með ís­lensku léni dreif­ir hat­ursáróðri gegn gyð­ing­um og öðr­um þjóð­fé­lags­hóp­um. Tón­list­ar­mað­ur­inn Stevie Wond­er og stjórn­mála­mað­ur­inn Ant­hony Weiner nídd­ir á síð­unni vegna upp­runa síns eft­ir að hún fékk ís­lenskt lén. Slóð síð­unn­ar á Ís­landi er dul­ar­full og var hún með­al ann­ars vist­uð hjá meintu fyr­ir­tæki á Klapp­ar­stíg sem eng­inn virð­ist kann­ast við.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár