Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eik fasteignafélag greiðir milljarð í arð

Stjórn Eik­ar fast­eigna­fé­lags ger­ir til­lögu um að greiða rúm­lega einn millj­arð króna í arð til hlut­hafa fyr­ir ár­ið 2018. Meiri­hluti hlut­hafa eru líf­eyr­is­sjóð­ir.

Eik fasteignafélag greiðir milljarð í arð
Eik fasteignafélag Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri félagsins sem var skráð á markað árið 2015. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Stjórn Eikar fasteignafélags leggur til fyrir aðalfund félagsins 10. apríl að samþykkt verði að greiða hluthöfum samtals 1.020.000.000 krónur í arð vegna ársins 2018. Félagið hagnaðist um rúmlega tvo og hálfan milljarð króna eftir tekjuskatt á rekstrarárinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar og ársskýrslu félagsins. Arðgreiðslur vegna rekstrarársins 2017 námu 915 milljónum króna, en það árið nam hagnaður um 3,8 milljörðum króna eftir tekjuskatt.

Eignasafn Eikar er tæpir 310 þúsund fermetrar og rúmlega 100 fasteignir. 450 leigutakar eru í yfir 600 leigueiningum félagsins. Stærstur hluti þess er skrifstofu- og verslunarhúsnæði. 91% af eignasafninu er á höfuðborgarsvæðinu. Virði fasteigna félagsins nam 98 milljörðum króna í árslok 2018.

Lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í félaginu með 54% hlutafjár. Næst á eftir koma verðbréfasjóðir með 15%, einkahlutafélög með 12%, bankar og safnreikningar með 11%, tryggingafélög með 5% hlutafjár og einstaklingar eiga 3%.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár