Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eik fasteignafélag greiðir milljarð í arð

Stjórn Eik­ar fast­eigna­fé­lags ger­ir til­lögu um að greiða rúm­lega einn millj­arð króna í arð til hlut­hafa fyr­ir ár­ið 2018. Meiri­hluti hlut­hafa eru líf­eyr­is­sjóð­ir.

Eik fasteignafélag greiðir milljarð í arð
Eik fasteignafélag Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri félagsins sem var skráð á markað árið 2015. Mynd: Morgunblaðið/Golli

Stjórn Eikar fasteignafélags leggur til fyrir aðalfund félagsins 10. apríl að samþykkt verði að greiða hluthöfum samtals 1.020.000.000 krónur í arð vegna ársins 2018. Félagið hagnaðist um rúmlega tvo og hálfan milljarð króna eftir tekjuskatt á rekstrarárinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar og ársskýrslu félagsins. Arðgreiðslur vegna rekstrarársins 2017 námu 915 milljónum króna, en það árið nam hagnaður um 3,8 milljörðum króna eftir tekjuskatt.

Eignasafn Eikar er tæpir 310 þúsund fermetrar og rúmlega 100 fasteignir. 450 leigutakar eru í yfir 600 leigueiningum félagsins. Stærstur hluti þess er skrifstofu- og verslunarhúsnæði. 91% af eignasafninu er á höfuðborgarsvæðinu. Virði fasteigna félagsins nam 98 milljörðum króna í árslok 2018.

Lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í félaginu með 54% hlutafjár. Næst á eftir koma verðbréfasjóðir með 15%, einkahlutafélög með 12%, bankar og safnreikningar með 11%, tryggingafélög með 5% hlutafjár og einstaklingar eiga 3%.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu