Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vara­ríkis­sak­sóknari amast við inn­flytjendum og spyr hvort þeim fylgi ofbeldi

Helgi Magnús Gunn­ars­son kvart­ar ít­rek­að und­an inn­flytj­end­um, múslim­um og hæl­is­leit­end­um á Face­book og „læk­ar“ kyn­þátta­hyggju­boð­skap. Sig­ríð­ur Frið­jóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari seg­ir að siða­regl­ur sem sett­ar voru ár­ið 2017 hafi „leið­bein­ing­ar­gildi varð­andi alla fram­göngu ákær­enda“.

Vara­ríkis­sak­sóknari amast við inn­flytjendum og spyr hvort þeim fylgi ofbeldi
Ekki á móti húðlitnum Saksóknarinn hefur áhyggjur af „förufólki“ en ekki af húðlit þess og trúarafstöðu, svo lengi sem það aðlagast samfélaginu. Mynd: Pressphotos.biz

„Ég kæri mig ekki um opnari landamæri fyrir förufólk,“ skrifar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari á Facebook-síðu sinni. „Eigum við þessa að vænta?“ spyr hann og deilir frétt um að hátt hlutfall ofbeldisbrota í Noregi sé framið af innflytjendum. Þá lýsir hann þeirri skoðun að þöggun ríki um kynferðisbrot sem framin eru af múslimum í Bretlandi. 

Þetta eru þrjú nýleg dæmi um viðhorf sem embættismaðurinn lætur í ljós á Facebook-síðu sinni en undanfarna mánuði hefur hann ítrekað beint spjótum að minnihlutahópum á þeim vettvangi og jafnframt „lækað“ eins konar kynþáttahyggjuboðskap frá félagsskapnum Vakri, samtökum um evrópska menningu.

Í fyrra flutti Helgi Magnús erindi á samkomu í Berlín þar sem hann sagðist ekki hafa neitt á móti húðlit og trúarbrögðum flóttafólks svo lengi sem það samþykkti lífsvenjur og grundvallarreglur Vesturlanda. Sú væri ekki raunin í „sumum múslimalöndum“.

Nýlega birti hann svo hugleiðingu um þungunarrof þar sem hann gagnrýnir málflutning um „svokallaðan sjálfsákvörðunarrétt kvenna“ og segir talsmenn frjálslyndari löggjafar beita sams konar mælskubrögðum og þeir sem réttlæta morð á minnihlutahópum.

Sem vararíkissaksóknari er Helgi Magnús Gunnarsson einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi. Óumdeilt er að opinberir starfsmenn njóta tjáningarfrelsis samkvæmt stjórnarskrá og hafa rétt til þátttöku í opinni og frjálsri umræðu um þjóðfélagsmál. Þetta á við um handhafa ákæruvalds jafnt sem aðra embættismenn.

Af siðareglum ákærenda má þó ráða að ekki sé aðeins ætlast til þess að þeir sýni óhlutdrægni í störfum sínum og hafni hvers kyns mismunun á grundvelli kynþáttar, kyns, þjóðernis og trúar, heldur einnig að þeir forðist að tala og hegða sér með þeim hætti að hlutleysi þeirra verði dregið í efa. 

Ríkissaksóknara til aðstoðarSem vararíkissaksóknari starfar Helgi Magnús náið með Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi. 

Mega ekki rýra traust til ákæruvaldsins

Árið 2005 samþykkti ráðstefna evrópskra ríkissaksóknara leiðbeiningarreglur um siði og breytni opinberra ákærenda. Þar er að finna sérstakar reglur um breytni saksóknara í einkalífi. „Opinberir ákærendur mega með athöfnum í einkalífi sínu hvorki stefna í hættu heiðarleika ákæruvaldsins, réttsýni þess eða óhlutdrægni, né þeirri ímynd heiðarleika, réttsýni og óhlutdrægni sem það kann að njóta,“ segir í 4. gr. reglnanna. „Opinberum ákærendum ber að sýna breytni sem stuðlar að og heldur við trausti almennings á starfi þeirra.“ 

Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. 

Stundin sendi Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara fyrirspurn og spurði hvort hún teldi æskilegt að saksóknari hjá embættinu tjáði sig með þeim hætti sem Helgi gerir á samfélagsmiðlum. Þá var spurt hvort embættið hefði lagt mat á hvort málflutningur Helga samræmist siðareglum ákærenda, svo sem um framkomu utan starfs. 

„Samskipti mín við starfsmenn embættisins er ekki málefni sem ég fjalla um við fjölmiðla, þar með talið þegar kemur að álitaefnum sem varða siðareglur ákærenda,“ segir í svari Sigríðar. „Þær reglur hafa vissulega leiðbeiningargildi varðandi alla 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
5
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Stórfelldar líkamsárásir „aldrei verið fleiri“
10
Fréttir

Stór­felld­ar lík­ams­árás­ir „aldrei ver­ið fleiri“

Lands­menn eru slegn­ir eft­ir að 17 ára stúlka, Bryn­dís Klara, lést eft­ir hnífa­árás. For­seti Ís­lands, rík­is­stjórn­in og fjöl­marg­ir aðr­ir hafa kall­að eft­ir þjóðar­átaki gegn of­beld­is­brot­um barna. Sex­tán ára pilt­ur, sem var hand­tek­inn eft­ir árás­ina, er vist­að­ur í fang­els­inu á Hólms­heiði. Sam­kvæmt gögn­um frá lög­regl­unni hafa aldrei fleiri stór­felld­ar lík­ams­árás­ir ver­ið framd­ar af ung­menn­um en nú og fleiri börn en áð­ur fremja ít­rek­uð of­beld­is­brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
7
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
10
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár