Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vara­ríkis­sak­sóknari amast við inn­flytjendum og spyr hvort þeim fylgi ofbeldi

Helgi Magnús Gunn­ars­son kvart­ar ít­rek­að und­an inn­flytj­end­um, múslim­um og hæl­is­leit­end­um á Face­book og „læk­ar“ kyn­þátta­hyggju­boð­skap. Sig­ríð­ur Frið­jóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari seg­ir að siða­regl­ur sem sett­ar voru ár­ið 2017 hafi „leið­bein­ing­ar­gildi varð­andi alla fram­göngu ákær­enda“.

Vara­ríkis­sak­sóknari amast við inn­flytjendum og spyr hvort þeim fylgi ofbeldi
Ekki á móti húðlitnum Saksóknarinn hefur áhyggjur af „förufólki“ en ekki af húðlit þess og trúarafstöðu, svo lengi sem það aðlagast samfélaginu. Mynd: Pressphotos.biz

„Ég kæri mig ekki um opnari landamæri fyrir förufólk,“ skrifar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari á Facebook-síðu sinni. „Eigum við þessa að vænta?“ spyr hann og deilir frétt um að hátt hlutfall ofbeldisbrota í Noregi sé framið af innflytjendum. Þá lýsir hann þeirri skoðun að þöggun ríki um kynferðisbrot sem framin eru af múslimum í Bretlandi. 

Þetta eru þrjú nýleg dæmi um viðhorf sem embættismaðurinn lætur í ljós á Facebook-síðu sinni en undanfarna mánuði hefur hann ítrekað beint spjótum að minnihlutahópum á þeim vettvangi og jafnframt „lækað“ eins konar kynþáttahyggjuboðskap frá félagsskapnum Vakri, samtökum um evrópska menningu.

Í fyrra flutti Helgi Magnús erindi á samkomu í Berlín þar sem hann sagðist ekki hafa neitt á móti húðlit og trúarbrögðum flóttafólks svo lengi sem það samþykkti lífsvenjur og grundvallarreglur Vesturlanda. Sú væri ekki raunin í „sumum múslimalöndum“.

Nýlega birti hann svo hugleiðingu um þungunarrof þar sem hann gagnrýnir málflutning um „svokallaðan sjálfsákvörðunarrétt kvenna“ og segir talsmenn frjálslyndari löggjafar beita sams konar mælskubrögðum og þeir sem réttlæta morð á minnihlutahópum.

Sem vararíkissaksóknari er Helgi Magnús Gunnarsson einn æðsti embættismaður réttarvörslukerfisins á Íslandi. Óumdeilt er að opinberir starfsmenn njóta tjáningarfrelsis samkvæmt stjórnarskrá og hafa rétt til þátttöku í opinni og frjálsri umræðu um þjóðfélagsmál. Þetta á við um handhafa ákæruvalds jafnt sem aðra embættismenn.

Af siðareglum ákærenda má þó ráða að ekki sé aðeins ætlast til þess að þeir sýni óhlutdrægni í störfum sínum og hafni hvers kyns mismunun á grundvelli kynþáttar, kyns, þjóðernis og trúar, heldur einnig að þeir forðist að tala og hegða sér með þeim hætti að hlutleysi þeirra verði dregið í efa. 

Ríkissaksóknara til aðstoðarSem vararíkissaksóknari starfar Helgi Magnús náið með Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, æðsta handhafa ákæruvalds á Íslandi. 

Mega ekki rýra traust til ákæruvaldsins

Árið 2005 samþykkti ráðstefna evrópskra ríkissaksóknara leiðbeiningarreglur um siði og breytni opinberra ákærenda. Þar er að finna sérstakar reglur um breytni saksóknara í einkalífi. „Opinberir ákærendur mega með athöfnum í einkalífi sínu hvorki stefna í hættu heiðarleika ákæruvaldsins, réttsýni þess eða óhlutdrægni, né þeirri ímynd heiðarleika, réttsýni og óhlutdrægni sem það kann að njóta,“ segir í 4. gr. reglnanna. „Opinberum ákærendum ber að sýna breytni sem stuðlar að og heldur við trausti almennings á starfi þeirra.“ 

Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. 

Stundin sendi Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara fyrirspurn og spurði hvort hún teldi æskilegt að saksóknari hjá embættinu tjáði sig með þeim hætti sem Helgi gerir á samfélagsmiðlum. Þá var spurt hvort embættið hefði lagt mat á hvort málflutningur Helga samræmist siðareglum ákærenda, svo sem um framkomu utan starfs. 

„Samskipti mín við starfsmenn embættisins er ekki málefni sem ég fjalla um við fjölmiðla, þar með talið þegar kemur að álitaefnum sem varða siðareglur ákærenda,“ segir í svari Sigríðar. „Þær reglur hafa vissulega leiðbeiningargildi varðandi alla 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
6
Fréttir

„Sjálfsagt verða báð­ir jafn óánægð­ir með nið­ur­stöð­una“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár