Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hægt að segja upp kjarasamningi ef vextir lækka ekki

Sér­stakt for­sendu­ákvæði um lækk­un vaxta verð­ur í kjara­samn­ingn­um milli Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og stærstu verka­lýðs­fé­laga sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar.

Hægt að segja upp kjarasamningi ef vextir lækka ekki

Aðilar vinnumarkaðarins leggja mikið upp úr því að skapa aðstæður sem geri Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður sérstakt forsenduákvæði í kjarasamningnum um að honum megi segja upp ef vaxtalækkanir verða ekki að veruleika.

Samninganefndir Samtaka atvinnulífisins og VR, Eflingar, Starfsgreinasambandsins, Framsýnar og Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun en stefnt er að því að ljúka samningsgerð upp úr hádegi og undirrita samninga um eftirmiðdaginn. 

Framlag ríkisstjórnarinnar til svokallaðra lífskjarasamninga felst meðal annars í 9 þúsund króna skattalækkun til lágtekjufólks í stað þeirrar 6700 króna lækkunar sem áður var boðuð. Þá verða skerðingarmörk barnabóta hækkuð og ráðist í stóraukna uppbyggingu íbúðarhúsnæði, aðgerðir til að bæta kjör leigjenda og lagabreytingar til að draga úr vægi verðtryggingar.

Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, sagði í Silfri Egils síðustu helgi að ef samið yrði um hóflegar launahækkanir yrði mögulegt að lækka vexti. „Það er staðreynd að verka­lýðshreyf­ing­in ræður þessu. Ef hún fer þá leið að semja um mikl­ar hlut­falls­leg­ar launa­hækk­an­ir þá hafa þær þær af­leiðing­ar að verðlag mun hækka og fólk fer að bú­ast við verðbólgu og þá verður ekki hægt að lækka vexti, þá þurfa þeir að fara upp og helst meira en verðbólg­an,“ sagði hann.

Aðilar vinnumarkaðarins telja sig hafa náð samkomulagi sem skapi skilyrði til lækkunar vaxta. Þetta muni draga úr greiðslubyrði heimila, stuðla að lækkun leiguverðs, flýta fyrir að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði og ýta undir fjárfestingu. Er þetta slík grundvallarforsenda að lagt er upp með að segja megi samningum upp ef vaxtalækkanir verða ekki að veruleika.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár