Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hægt að segja upp kjarasamningi ef vextir lækka ekki

Sér­stakt for­sendu­ákvæði um lækk­un vaxta verð­ur í kjara­samn­ingn­um milli Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og stærstu verka­lýðs­fé­laga sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar.

Hægt að segja upp kjarasamningi ef vextir lækka ekki

Aðilar vinnumarkaðarins leggja mikið upp úr því að skapa aðstæður sem geri Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður sérstakt forsenduákvæði í kjarasamningnum um að honum megi segja upp ef vaxtalækkanir verða ekki að veruleika.

Samninganefndir Samtaka atvinnulífisins og VR, Eflingar, Starfsgreinasambandsins, Framsýnar og Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun en stefnt er að því að ljúka samningsgerð upp úr hádegi og undirrita samninga um eftirmiðdaginn. 

Framlag ríkisstjórnarinnar til svokallaðra lífskjarasamninga felst meðal annars í 9 þúsund króna skattalækkun til lágtekjufólks í stað þeirrar 6700 króna lækkunar sem áður var boðuð. Þá verða skerðingarmörk barnabóta hækkuð og ráðist í stóraukna uppbyggingu íbúðarhúsnæði, aðgerðir til að bæta kjör leigjenda og lagabreytingar til að draga úr vægi verðtryggingar.

Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, sagði í Silfri Egils síðustu helgi að ef samið yrði um hóflegar launahækkanir yrði mögulegt að lækka vexti. „Það er staðreynd að verka­lýðshreyf­ing­in ræður þessu. Ef hún fer þá leið að semja um mikl­ar hlut­falls­leg­ar launa­hækk­an­ir þá hafa þær þær af­leiðing­ar að verðlag mun hækka og fólk fer að bú­ast við verðbólgu og þá verður ekki hægt að lækka vexti, þá þurfa þeir að fara upp og helst meira en verðbólg­an,“ sagði hann.

Aðilar vinnumarkaðarins telja sig hafa náð samkomulagi sem skapi skilyrði til lækkunar vaxta. Þetta muni draga úr greiðslubyrði heimila, stuðla að lækkun leiguverðs, flýta fyrir að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði og ýta undir fjárfestingu. Er þetta slík grundvallarforsenda að lagt er upp með að segja megi samningum upp ef vaxtalækkanir verða ekki að veruleika.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár