Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigur Rós stóð í þeirri trú að hafa gert rétt í skattsvikamáli

Ákæra hef­ur ver­ið birt fjór­um nú­ver­andi og fyrr­ver­andi með­lim­um hljóm­sveit­ar­inn­ar Sig­ur Rós­ar vegna skattsvika. Eru með­lim­irn­ir sak­að­ir um að koma sér hjá greiðslu tuga millj­óna króna í tekju- og fjár­magn­s­tekju­skatt hver. „Hljóm­sveit­ar­með­lim­ir eru tón­list­ar­menn og ekki sér­fróð­ir í bók­haldi og al­þjóð­leg­um við­skipt­um,“ seg­ir lög­mað­ur.

Sigur Rós stóð í þeirri trú að hafa gert rétt í skattsvikamáli

Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar, þeir Georg Holm og Jón Þór Birgisson, auk fyrrverandi meðlimanna Kjartans Sveinssonar og Orra Páls Dýrasonar, hafa verið ákærðir fyrir skattsvik. Ákærur hafa verið birtar þeim fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur. RÚV greinir frá.

Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir fyrir að standa ekki skil á efnislega réttum skattframtölum á árunum 2011 til 2014, nema Kjartan, sem ákærður er vegna gjaldáranna 2012 til 2014. Jóni Þór, sem þekktur er sem Jónsi, er gefið á sök að hafa komið sér undan greiðslu þrjátíu milljóna króna í tekjuskatt og þrettán milljóna í fjármagnstekjuskatt.

Í yfirlýsingu segjast hljómsveitarmeðlimir harma að héraðssaksóknari hafi tekið ákvörðun um að ákæra. Hljómsveitarmenn hafi haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattyfirvöld og hafi staðið í þeirri trú að það hefði verið gert.  „Hljómsveitarmeðlimir eru tónlistarmenn og ekki sérfróðir í bókhaldi og alþjóðlegum viðskiptum – hvað þá í framtalsgerð og skattskilum,“ segir í yfirlýsingu frá Bjarnfreði Ólafssyni frá LOGOS lögmannsþjónustu.

Georgi er gefið að sök að komast hjá greiðslu 35 milljón króna í tekjuskatt og 9,5 milljóna í fjármagnstekjuskatt. Kjartan, sem hætti í hljómsveitinni fyrir sex árum, er sakaður um að koma sér undan greiðslu 18 milljóna króna í skatt.

Þá er Orri Páll Dýrason, sem hætti í hljómsveitinni í október í kjölfar ásökunar um nauðgun, sagður hafa komist undan 36 milljónum króna í tekjuskatt og 9,5 milljónum í fjármagnstekjuskatt.

Eignir hljómsveitarmeðlima voru kyrrsettir í desember 2017 vegna rannsóknar málsins. Krafa Tollstjóra nam alls 800 milljónum króna.

Yfirlýsingin frá Sigur Rós í heild

Skil á skattframtölum hljómsveitarmeðlima fyrir árin 2010-2014 hafa verið til skoðunar hjá yfirvöldum í nokkur ár. Í desember síðastliðnum féllst ríkisskattstjóri á allar innsendar upplýsingar og útskýringar og því er enginn ágreiningur á milli þeirra og skattyfirvalda. 

Héraðssaksóknari hefur hins vegar tekið ákvörðun um að ákæra hljómsveitarmeðlimi vegna vanframtalinna tekna. Hljómsveitarmeðlimir harma að málið þurfi að fara fyrir dóm en vonast á sama tíma til þess að málsástæður þeirra skýrist. Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattyfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 

Bjarnfreður Ólafsson, LOGOS lögmannsþjónustu: „Hljómsveitarmeðlimir eru tónlistarmenn og ekki sérfróðir í bókhaldi og alþjóðlegum viðskiptum – hvað þá í framtalsgerð og skattskilum. Þess vegna réðu þeir viðurkennda sérfræðinga til að annast bókhald og öll samskipti við íslensk skattyfirvöld. En í ljós hefur komið að röngum framtölum var skilað til ríkisskattstjóra og/eða þeim skilað alltof seint. Á sama tíma töldu hljómsveitarmeðlimir að þessi mál væru í lagi og í höndum fagmanna. Það verður núna verkefni Héraðssaksóknara að færa sönnur fyrir því að hljómsveitarmeðlimir hafi sjálfir gerst sekir um stórfellda vanrækslu á framtalsskyldu sinni. Í ljósi málsatvika fæ ég ekki séð hvernig það verður hægt og þess vegna veldur það vonbrigðum að embætti Héraðssaksóknara hafi tekið ákvörðun um ákærur á hendur þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár