Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Keypti flug með Wow í gærkvöldi eftir skilaboð frá Skúla um að það væri óhætt

Ólöf Anna Ólafs­dótt­ir keypti flug­miða heim frá Spáni klukk­an 21 í gær­kvöldi. Hún hafði hlustað á Skúla Mo­gensen í fjöl­miðl­um og sann­færst um að allt yrði í lagi þeg­ar þátta­stjórn­end­ur spurðu Skúla beint út hvort óhætt væri að kaupa miða. Hann svar­aði: Já.

Keypti flug með Wow í gærkvöldi eftir skilaboð frá Skúla um að það væri óhætt
Ólöf Anna Ólafsdóttir Hún hafði haldið að sér höndum með að kaupa flugmiða heim til Íslands en þegar Skúli sagði í viðtali í gær að óhætt væri að kaupa miða lét hún slag standa. Mynd: Úr einkasafni

Einn af mörgum viðskiptavinum Wow Air sem ekki komust leiðar sinnar í dag er Ólöf Anna Ólafsdóttir, sem átti flug heim til Íslands frá Alicante með flugfélaginu í morgun.

Ólöf og eiginmaður hennar ferðast talsvert á milli Íslands og Spánar yfir vetrartímann og hafa því fylgst vel með öllum fréttum af Wow að undanförnu. Ólöf Anna segist hafa heyrt frá Skúla í gær og orðið sannfærð um að allt yrði í lagi. „Hann var svo öruggur með sig í viðtalinu og svaraði spurningum á svo afgerandi hátt,“ segir Ólöf í samtali við Stundina. „Hann var spurður út í hvort hann væri viss um að það myndi ganga upp með að semja við kröfuhafa og sagði já við því, allt væri að ganga upp og nú ætti bara eftir að hnýta lausa enda. Svo var hann spurður mjög afgerandi spurningar í lok viðtalsins: Er óhætt fyrir fólk að kaupa flugmiða? Svarið var skýrt: Já.“

Í kjölfarið keypti Ólöf Anna miða heim til Íslands, eftir að hafa látið sannfærast. „Mér finnst hann Skúli ekki hafa komið vel fram, mér finnst þetta ekki fallegt. Hann hlýtur að hafa vitað eitthvað meira. Það hafa ekki allir efni á að punga út fyrir hótelherbergi skömmu fyrir mánaðamót. Fólk getur fengið hjartaáfall af svona löguðu.“

„Mér finnst þetta ekki fallegt. Hann
hlýtur að hafa vitað eitthvað meira“

Ólöf og maðurinn hennar hafa að undanförnu leigt íbúð í smábænum Guardamar, sem er á milli Torrevieja og Alicante. Maðurinn hennar hafði farið heim til Íslands á undan henni en henni var farið að leiðast úti einni og langaði heim. Þess vegna var miðinn keyptur í gærkvöldi. Hún er hins vegar ekki illa stödd, að eigin sögn, því hún þarf ekki að kaupa sér hótelherbergi eins og margir þeir sem eru á ferðalagi og komast ekki heim. 

„Þetta er ekkert alvarlegt fyrir okkur. Það væsir ekkert um mig hér úti, í 20 stiga hita og sól. Þetta er ekkert miðað við þessar hörmungar sem eru að dynja yfir. En það leiðinlega í þessu er að hafa treyst þessu.

Ég lenti líka í þessu skömmu fyrir hrun. Það var vorið 2008, þegar ég var í íbúðarhugleiðingum en hafði efasemdir um að það væri rétt að kaupa. Þá kom einn af þessum mikilvægu mönnum sem maður treysti fram í sjónvarpinu og sagði að þetta yrði allt saman í lagi. Ég keypti íbúðina eftir að hafa hlustað á það, gat svo ekki selt hina íbúðina og lenti í tómu tjóni. Svo kaupi ég núna flugmiða á sömu forsendum, af því að einhver mikilvægur segir að allt sé í lagi. En Ísland er bara ekki í lagi. Maður verður nú að fara að átta sig á því.“

Fullyrti að fólki væri óhætt að kaupa miða 

Bjartsýni hefur einkennt viðmót Skúla Mogensen undanfarna daga. Í viðtali við Vísi á þriðjudag kom hann fram og sagði stöðuna góða. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ sagði Skúli þá. 

 „Ég segi með miklu öryggi, við vitum nákvæmlega  hvað við erum að gera og hvert við erum að fara“

Tvær vélar höfðu þá þegar verið kyrrsettar, önnur á Miami, hin í Kanada. Skúli sagðist hins vegar bjartsýnn á að kyrrsetningunni yrði aflétt og að félagið væri á réttri leið. 

Um leið sagði hann að sala á flugmiðum gengi vel. „Bókanir inn á apríl og annan ársfjórðung hafa líka gengið vel. Ég held að það sýni þann mikla stuðning og traust sem við höfum notið,“ sagði Skúli. „Ég segi með miklu öryggi, við vitum nákvæmlega  hvað við erum að gera og hvert við erum að fara og við sjáum árangurinn nú þegar skila sér.“

Aðspurður hvort það verði rask á flugi næstu daga eða vikur svaraði Skúli því aðeins til að allar vélar hefði farið út á réttum tíma þann morgunin, fyrir utan smá seinkun á einum eða tveimur stöðum. Að lokum var Skúli spurður beint út: Hvað með neytendur, er þeim  óhætt að kaupa áfram miða með Wow air? „Já,“ svaraði Skúli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár