Öldungadeild bandaríska þingsins hefur enn ekki samþykkt skipan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning Donalds Trump Bandaríkjaforseta var send til baka í byrjun janúar og hefur engin hreyfing orðið á málinu síðan. Ísland hefur nú verið án skipaðs sendiherra frá Bandaríkjunum síðan Robert C. Barber lauk störfum í janúar 2017. Jill Esposito er starfandi sendiherra.
Í ágúst tilnefndi Trump húðsjúkdómalækninn Jeffrey Ross Gunter sem sendiherra á Íslandi. Gunter rekur læknastofu í Kaliforníu og hefur verið virkur í starfi Repúblikanaflokksins, meðal annars sem leiðtogi samtaka gyðinga í flokknum. Hann hefur stutt marga frambjóðendur flokksins fjárhagslega, meðal annars Trump, John McCain og Liz Cheney. Hefur hann frá árinu 2015 greitt að minnsta kosti 38.800 dollara til flokksins eða frambjóðenda hans, eða andvirði 4,5 milljóna króna.
Utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings gaf Gunter jákvæða umsögn í nóvember. Þegar þingið lauk störfum í desember, eftir þingkosningar þar sem Demókrataflokkurinn vann meirihluta þingsæta, var tilnefningin …
Athugasemdir