Skipan bandarísks sendiherra enn í biðstöðu

Ís­land hef­ur ver­ið án sendi­herra frá Banda­ríkj­un­um í rúm tvö ár. Til­nefn­ing Don­alds Trump for­seta var send til baka frá öld­unga­deild þings­ins í janú­ar. Stór hluti þeirra sem hann hef­ur skip­að sem sendi­herra er­lend­is hafa stutt flokk hans fjár­hags­lega.

Skipan bandarísks sendiherra enn í biðstöðu
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað marga fjárhagslega bakhjarla flokks síns í sendiherrastöður. Mynd: Shutterstock

Öldungadeild bandaríska þingsins hefur enn ekki samþykkt skipan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning Donalds Trump Bandaríkjaforseta var send til baka í byrjun janúar og hefur engin hreyfing orðið á málinu síðan. Ísland hefur nú verið án skipaðs sendiherra frá Bandaríkjunum síðan Robert C. Barber lauk störfum í janúar 2017. Jill Esposito er starfandi sendiherra.

Jeffrey Ross Gunter

Í ágúst tilnefndi Trump húðsjúkdómalækninn Jeffrey Ross Gunter sem sendiherra á Íslandi. Gunter rekur læknastofu í Kaliforníu og hefur verið virkur í starfi Repúblikanaflokksins, meðal annars sem leiðtogi samtaka gyðinga í flokknum. Hann hefur stutt marga frambjóðendur flokksins fjárhagslega, meðal annars Trump, John McCain og Liz Cheney. Hefur hann frá árinu 2015 greitt að minnsta kosti 38.800 dollara til flokksins eða frambjóðenda hans, eða andvirði 4,5 milljóna króna.

Utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings gaf Gunter jákvæða umsögn í nóvember. Þegar þingið lauk störfum í desember, eftir þingkosningar þar sem Demókrataflokkurinn vann meirihluta þingsæta, var tilnefningin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu