Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tónlistarkeppni unga fólksins, draumkennt leikrit og framsækin hönnun

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar, og við­burð­ir 22. mars til 4. apríl.

Tónlistarkeppni unga fólksins, draumkennt leikrit og framsækin hönnun

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Jónsmessunæturdraumur

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær?  Til 3. maí
Aðgangseyrir: Frá 3.000 kr.

Í þessu súra gamanleikriti Shakespeares mætast draumur og veruleiki, ímyndunarafl, erótík og spenna. Leikritið er í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, en auk eldri kanóna á borð við Pálma Gestsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Sigurð Sigurjónsson fara nokkrir nýútskrifaðir leikarar með sum aðalhlutverkin. Boðið verður upp á umræður á eftir sýningunni 30. mars.

Núna norrænt

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 23. mars–26. maí
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Þessi sýning er skipuð hópi hönnuða frá fimm Norðurlandaþjóðum. Á henni er til sýnis nútíma „norræn“ hönnun, en hún er gjarnan tengd við látlausan einfaldleika, augljóst notagildi og náttúruleg efni. Sýningin miðar að því að sýna sameiginlega eiginleika og andstæða þætti í samtímahönnun. Það er sérstök sýningaropnun 23. mars kl. 15.00.

Bára Gísladóttir & Skúli Sverrisson

Hvar? Mengi
Hvenær? 23. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Margrómaða tónskáldið og kontrabassaleikarinn Bára Gísladóttir kemur fram með bassaleikaranum og tónskáldinu Skúla Sverrissyni á innilegum tónleikum í Mengi. Þau hafa áður komið fram saman, meðal annars á Airwaves í fyrra, en þau fengu mikið lof fyrir þá tónleika, sem voru spunnir á staðnum.

HönnunarMars

Hvar? Víðs vegar um höfuðborgarsvæðið
Hvenær? 28.–31. mars
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

HönnunarMars hefur verið fastur liður í vordagskrá Reykjavíkur, en þar eru gjarnan um hundrað sýningar, stakir viðburðir, ráðstefnur og tískusýningar á víð og dreif um borgina. Meðal annars bjóða sendiherrar hönnuðum og samlöndum sínum í sendiráð sín til að taka þátt í opnu samtali við íslenska kollega, Hrossavinafélagið teiknar ketti á Kattakaffihúsinu og rýmisgreind vandræðaleikans er rannsökuð í gegnum miðil fatahönnunar.

Yasujiro Ozu kvikmyndadagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 28.–31. mars
Aðgangseyrir: 800 kr.

Yasujiro Ozu er einn af ástkærustu kvikmyndagerðarmönnum Japans, en hann hóf feril sinn áður en hljóð fylgdi kvikmyndum. Fjórar myndir hans verða til sýnis, en Ozu var þekktur fyrir að nýta sér „mono no aware“ við gerð kvikmynda sinna en þetta fagurfræðilega japanska hugtak lýsir hinum óblendnu tilfinningum gagnvart fegurð náttúrunnar, hverfulleika lífsins sem og sorginni sem fylgir dauðanum.

Músíktilraunir 

Hvar? Harpa
Hvenær? 30. mars–6. apríl
Aðgangseyrir: frá 1.500 kr.

Tónlistarkeppni unga fólksins, Músíktilraunir, er haldin í ár í lok mars. Í keppninni kemur fram aragrúi af ungu og upprennandi tónlistarfólki sem er að taka sín fyrstu skref á sviðinu, en þessi keppni hefur fært okkur sveitir eins og Between Mountains, Hórmóna, Mammút, Mínus, Of Monsters and Men og Samaris. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1982.

Eddie Izzard: Wunderbar

Hvar? Harpa
Hvenær? 31. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: frá 6.990 kr.

Breski uppistandarinn Eddie Izzard hefur verið virkur í tæpa fjóra áratugi og hefur komið víða við á þeim tíma, meðal annars  á Íslandi 1995, 2005 og 2015. Meðal umfjöllunarefna á sýningunni Wunderbar er hans súrrealíska sýn á heiminn, ástin, saga mannkyns og hans eigin „kenning um alheiminn“. Tekið er sérstaklega fram að sýningin er ekki við hæfi nasista.

Grúska Babúska & MIMRA 

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 3. apríl 
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Tilraunakennda rafþjóðlagahljómsveitin Grúska Babúska gaf út plötuna Tor síðastliðinn september, en platan er innblásin af enskum miðaldasögum og goðsögnum eins og um Artúr konung. Með þeim spilar MIMRA, sem er hliðarsjálf Maríu Magnúsdóttur, en hún spilar drungalega og dáleiðandi þjóðlagatónlist sem notast bæði við rafræn og órafmögnuð hljóðfæri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár