Í aldagamalli goðafræði frá ýmsum heimshornum má finna frásagnir af sálarlausum verum í mannsmynd sem voru búnar til sem þjónar okkar úr dauðu efni á borð við stein, leir eða málm. Heimildir frá elleftu öld herma að Kínverjar hafi þá þegar verið byrjaði að prófa sig áfram með að smíða nákvæmar eftirlíkingar af mannverum sem knúnar voru áfram af einhvers konar gangverki. Sjö hundruð árum áður hafði heimspekingurinn Aristóteles spáð því að einn dag myndi tæknin gera mönnum kleift að útrýma þrælahaldi með því að byggja vélmenni.
Slíkar upfinningar voru lengst af dægradvöl eða í besta falli tilraunastarfsemi á vegum kóngafólks sem lét smíða alls kyns flókin gangverk sem gátu meðal annars látið riddarabrynjur hreyfast og ganga um. Það var síðan um aldamótin 1900 sem serbneski vísindamaðurinn og lífskúnstnerinn Nikola Tesla notaði fyrstur manna útvarpsbylgjur til að stýra bátum og voru gerðar margar tilraunir með uppfinningar hans í fyrri heimsstyrjöldinni. …
Athugasemdir