Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar

Banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið hóf ný­lega út­boð á samn­ing­um til að þróa og fram­leiða drápsvél­menni fram­tíð­ar­inn­ar. Hug­mynd­in, um að nota ómönn­uð vopn í hern­aði, er reynd­ar ekki ný af nál­inni en aldrei fyrr hafa mögu­leik­arn­ir ver­ið jafn marg­ir eða eins ógn­vekj­andi.

Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar

Í aldagamalli goðafræði frá ýmsum heimshornum má finna frásagnir af sálarlausum verum í mannsmynd sem voru búnar til sem þjónar okkar úr dauðu efni á borð við stein, leir eða málm. Heimildir frá elleftu öld herma að Kínverjar hafi þá þegar verið byrjaði að prófa sig áfram með að smíða nákvæmar eftirlíkingar af mannverum sem knúnar voru áfram af einhvers konar gangverki. Sjö hundruð árum áður hafði heimspekingurinn Aristóteles spáð því að einn dag myndi tæknin gera mönnum kleift að útrýma þrælahaldi með því að byggja vélmenni.

Slíkar upfinningar voru lengst af dægradvöl eða í besta falli tilraunastarfsemi á vegum kóngafólks sem lét smíða alls kyns flókin gangverk sem gátu meðal annars látið riddarabrynjur hreyfast og ganga um. Það var síðan um aldamótin 1900 sem serbneski vísindamaðurinn og lífskúnstnerinn Nikola Tesla notaði fyrstur manna útvarpsbylgjur til að stýra bátum og voru gerðar margar tilraunir með uppfinningar hans í fyrri heimsstyrjöldinni. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár