Kostnaður við nýjan fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar við Garðatorg nemur að minnsta kosti um 420 milljónum króna. Salurinn, sem ber nafnið Sveinatunga, var tekinn formlega í notkun í vikunni á opnum fundi bæjarstjórnar, sem mun funda í aðalsalnum tvisvar í mánuði.
Í svari frá Guðjóni E. Friðrikssyni bæjarritara, sem lagt var fram á fundi bæjarráðs 12. mars, kemur fram að kostnaður við verkefnið hingað til hafi numið um 384 milljónum króna, að meðtöldum kostnaði við kaup á húsnæðinu. Í samtali við Stundina segist Guðjón telja að við þetta bætist að minnsta kosti 35 milljónir í ár, ef ekki meira, vegna kaupa á húsgögnum, frágangs og yfirferðar.
„Þetta eru í rauninni fimm salir,“ segir Guðjón. „Aðalsalurinn er fundarsalur bæjarstjórnar. Svo erum við með þrjú önnur venjuleg fundarherbergi með borðum, mismunandi stórum, fyrir átta manns, tólf og tíu. Síðan erum við með fyrirlestrarsal. Með felliveggjum er hægt að gera einn móttökusal úr …
Athugasemdir