Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

420 milljóna króna fundarsalur Garðabæjar tekinn í notkun

Bæj­ar­stjórn fund­ar tvisvar í mán­uði í nýj­um fjöl­nota fund­ar­sal, sem nýta á í ýmsa við­burði. Keypt var hús­næði við Garða­torg á 67,5 millj­ón­ir, sér­fræði­kostn­að­ur á 58 millj­ón­ir og hús­gögn á 23 millj­ón­ir. „Langt um­fram það sem telst eðli­legt,“ seg­ir full­trúi minni­hlut­ans.

420 milljóna króna fundarsalur Garðabæjar tekinn í notkun
Fundarsalur bæjarstjórnar Salur bæjarstjórnar er eitt af fimm rýmum sem sameina má að hluta með felliveggjum.

Kostnaður við nýjan fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar við Garðatorg nemur að minnsta kosti um 420 milljónum króna. Salurinn, sem ber nafnið Sveinatunga, var tekinn formlega í notkun í vikunni á opnum fundi bæjarstjórnar, sem mun funda í aðalsalnum tvisvar í mánuði.

Í svari frá Guðjóni E. Friðrikssyni bæjarritara, sem lagt var fram á fundi bæjarráðs 12. mars, kemur fram að kostnaður við verkefnið hingað til hafi numið um 384 milljónum króna, að meðtöldum kostnaði við kaup á húsnæðinu. Í samtali við Stundina segist Guðjón telja að við þetta bætist að minnsta kosti 35 milljónir í ár, ef ekki meira, vegna kaupa á húsgögnum, frágangs og yfirferðar.

„Þetta eru í rauninni fimm salir,“ segir Guðjón. „Aðalsalurinn er fundarsalur bæjarstjórnar. Svo erum við með þrjú önnur venjuleg fundarherbergi með borðum, mismunandi stórum, fyrir átta manns, tólf og tíu. Síðan erum við með fyrirlestrarsal. Með felliveggjum er hægt að gera einn móttökusal úr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár