Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

420 milljóna króna fundarsalur Garðabæjar tekinn í notkun

Bæj­ar­stjórn fund­ar tvisvar í mán­uði í nýj­um fjöl­nota fund­ar­sal, sem nýta á í ýmsa við­burði. Keypt var hús­næði við Garða­torg á 67,5 millj­ón­ir, sér­fræði­kostn­að­ur á 58 millj­ón­ir og hús­gögn á 23 millj­ón­ir. „Langt um­fram það sem telst eðli­legt,“ seg­ir full­trúi minni­hlut­ans.

420 milljóna króna fundarsalur Garðabæjar tekinn í notkun
Fundarsalur bæjarstjórnar Salur bæjarstjórnar er eitt af fimm rýmum sem sameina má að hluta með felliveggjum.

Kostnaður við nýjan fjölnota fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar við Garðatorg nemur að minnsta kosti um 420 milljónum króna. Salurinn, sem ber nafnið Sveinatunga, var tekinn formlega í notkun í vikunni á opnum fundi bæjarstjórnar, sem mun funda í aðalsalnum tvisvar í mánuði.

Í svari frá Guðjóni E. Friðrikssyni bæjarritara, sem lagt var fram á fundi bæjarráðs 12. mars, kemur fram að kostnaður við verkefnið hingað til hafi numið um 384 milljónum króna, að meðtöldum kostnaði við kaup á húsnæðinu. Í samtali við Stundina segist Guðjón telja að við þetta bætist að minnsta kosti 35 milljónir í ár, ef ekki meira, vegna kaupa á húsgögnum, frágangs og yfirferðar.

„Þetta eru í rauninni fimm salir,“ segir Guðjón. „Aðalsalurinn er fundarsalur bæjarstjórnar. Svo erum við með þrjú önnur venjuleg fundarherbergi með borðum, mismunandi stórum, fyrir átta manns, tólf og tíu. Síðan erum við með fyrirlestrarsal. Með felliveggjum er hægt að gera einn móttökusal úr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár