Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu engu breyta um stöðu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og hafnar því að starf Landsréttar sé í uppnámi. Þetta kemur fram í viðtali við hann á RÚV.is.
Landsréttur hefur ákveðið að fresta dómsmálum sem hinir ólöglega skipuðu fjórmenningar dæma í út vikuna. Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu liggur fyrir að íslenska ríkið hefur brotið gegn rétti fjölda dómþola til réttlátrar málsmeðferðar fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómi.
Birgir fullyrðir þó að dómurinn hafi „ekki bindandi niðurstöðu nema að því leyti að íslenska ríkið þarf að borga bætur.“ Í dómi Mannréttindadómstólsins er þó kröfunni um bætur hafnað. Hins vegar er 15 þúsund evra málskostnaður felldur á ríkið.
Athugasemdir