Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að koma í veg fyrir fjölskyldusameiningu

Dóms­mála­ráð­herra vill girða fyr­ir að nán­ustu að­stand­end­ur kvóta­flótta­fólks frá stríðs­hrjáð­um svæð­um geti feng­ið dval­ar­leyfi á Ís­landi á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar.

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að koma í veg fyrir fjölskyldusameiningu

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að dómsmálaráðherra vilji koma í veg fyrir að nánustu aðstandendur kvótaflóttamanna geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Það að geta ekki óskað eftir og fengið sameiningu við fjölskyldumeðlimi geti haft „veruleg áhrif á heill og hamingju þess sem þegar er hingað kominn“. 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti nýlega drög að lagafrumvarpi sem fela í sér að útlendingalöggjöfin er hert til muna og þrengt að réttindum hælisleitenda með ýmsum hætti, meðal annars að rétti flóttafólks sem Ísland tekur á móti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og kemur alla jafna frá stríðshrjáðum svæðum. Flestir kvótaflóttamannanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár koma frá Sýrlandi þar sem ríkt hefur borgarastyrjöld.

Rauði krossinn telur að fyrirhuguð lagabreyting vinni gegn því markmiði að kvótaflóttafólk geti aðlagast samfélaginu, orðið nýtir þjóðfélagsþegnar og fengið tækifæri til betra lífs. „Stöðugar áhyggjur af afdrifum fjölskyldumeðlima sem búa mögulega við óbærilegar aðstæður í heimalandinu eða í því landi sem þau hafa mögulega flúið til geta komið í veg fyrir slíkt,“ segir í umsögn samtakanna um frumvarpsdrög ráðherra.

„Þá má einnig nefna að íslensk stjórnvöld hafa undanfarið boðið hingað flóttafólki sem flúið hefur heimaland sitt vegna ofsókna á grundvelli kynhneigðar og stefna að móttöku annars slíks hóps á þessu ári. Þessir einstaklingar geta átt börn í heimalandinu sem þeir hafa ekki fengið að umgangast eða hafa ekki getað séð fyrir vegna aðstæðna sinna. Börnin geta mögulega endað í vist hjá vandalausum, búið við óöryggi og slæmt atlæti.“

Rauði krossinn bendir á að börn eiga rétt á að vera ekki skilin frá foreldrum sínum. „Þá má nefna að fjölskyldumeðlimur getur verið týndur á þeim tíma sem fjölskyldu er boðið hingað til lands af stjórnvöldum en komið fram síðar. Að mati Rauða krossins væri það ákaflega harðneskjulegt að leyfa ekki fjölskyldusameiningar í slíkum tilvikum.“

Nánar er fjallað um fyrirhugaðar breytingar á útlendingalöggjöfinni í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár