Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að koma í veg fyrir fjölskyldusameiningu

Dóms­mála­ráð­herra vill girða fyr­ir að nán­ustu að­stand­end­ur kvóta­flótta­fólks frá stríðs­hrjáð­um svæð­um geti feng­ið dval­ar­leyfi á Ís­landi á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar.

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að koma í veg fyrir fjölskyldusameiningu

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að dómsmálaráðherra vilji koma í veg fyrir að nánustu aðstandendur kvótaflóttamanna geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Það að geta ekki óskað eftir og fengið sameiningu við fjölskyldumeðlimi geti haft „veruleg áhrif á heill og hamingju þess sem þegar er hingað kominn“. 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti nýlega drög að lagafrumvarpi sem fela í sér að útlendingalöggjöfin er hert til muna og þrengt að réttindum hælisleitenda með ýmsum hætti, meðal annars að rétti flóttafólks sem Ísland tekur á móti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og kemur alla jafna frá stríðshrjáðum svæðum. Flestir kvótaflóttamannanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár koma frá Sýrlandi þar sem ríkt hefur borgarastyrjöld.

Rauði krossinn telur að fyrirhuguð lagabreyting vinni gegn því markmiði að kvótaflóttafólk geti aðlagast samfélaginu, orðið nýtir þjóðfélagsþegnar og fengið tækifæri til betra lífs. „Stöðugar áhyggjur af afdrifum fjölskyldumeðlima sem búa mögulega við óbærilegar aðstæður í heimalandinu eða í því landi sem þau hafa mögulega flúið til geta komið í veg fyrir slíkt,“ segir í umsögn samtakanna um frumvarpsdrög ráðherra.

„Þá má einnig nefna að íslensk stjórnvöld hafa undanfarið boðið hingað flóttafólki sem flúið hefur heimaland sitt vegna ofsókna á grundvelli kynhneigðar og stefna að móttöku annars slíks hóps á þessu ári. Þessir einstaklingar geta átt börn í heimalandinu sem þeir hafa ekki fengið að umgangast eða hafa ekki getað séð fyrir vegna aðstæðna sinna. Börnin geta mögulega endað í vist hjá vandalausum, búið við óöryggi og slæmt atlæti.“

Rauði krossinn bendir á að börn eiga rétt á að vera ekki skilin frá foreldrum sínum. „Þá má nefna að fjölskyldumeðlimur getur verið týndur á þeim tíma sem fjölskyldu er boðið hingað til lands af stjórnvöldum en komið fram síðar. Að mati Rauða krossins væri það ákaflega harðneskjulegt að leyfa ekki fjölskyldusameiningar í slíkum tilvikum.“

Nánar er fjallað um fyrirhugaðar breytingar á útlendingalöggjöfinni í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár