Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að koma í veg fyrir fjölskyldusameiningu

Dóms­mála­ráð­herra vill girða fyr­ir að nán­ustu að­stand­end­ur kvóta­flótta­fólks frá stríðs­hrjáð­um svæð­um geti feng­ið dval­ar­leyfi á Ís­landi á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar.

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að koma í veg fyrir fjölskyldusameiningu

Rauði krossinn telur „ákaflega harðneskjulegt“ að dómsmálaráðherra vilji koma í veg fyrir að nánustu aðstandendur kvótaflóttamanna geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Það að geta ekki óskað eftir og fengið sameiningu við fjölskyldumeðlimi geti haft „veruleg áhrif á heill og hamingju þess sem þegar er hingað kominn“. 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti nýlega drög að lagafrumvarpi sem fela í sér að útlendingalöggjöfin er hert til muna og þrengt að réttindum hælisleitenda með ýmsum hætti, meðal annars að rétti flóttafólks sem Ísland tekur á móti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og kemur alla jafna frá stríðshrjáðum svæðum. Flestir kvótaflóttamannanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár koma frá Sýrlandi þar sem ríkt hefur borgarastyrjöld.

Rauði krossinn telur að fyrirhuguð lagabreyting vinni gegn því markmiði að kvótaflóttafólk geti aðlagast samfélaginu, orðið nýtir þjóðfélagsþegnar og fengið tækifæri til betra lífs. „Stöðugar áhyggjur af afdrifum fjölskyldumeðlima sem búa mögulega við óbærilegar aðstæður í heimalandinu eða í því landi sem þau hafa mögulega flúið til geta komið í veg fyrir slíkt,“ segir í umsögn samtakanna um frumvarpsdrög ráðherra.

„Þá má einnig nefna að íslensk stjórnvöld hafa undanfarið boðið hingað flóttafólki sem flúið hefur heimaland sitt vegna ofsókna á grundvelli kynhneigðar og stefna að móttöku annars slíks hóps á þessu ári. Þessir einstaklingar geta átt börn í heimalandinu sem þeir hafa ekki fengið að umgangast eða hafa ekki getað séð fyrir vegna aðstæðna sinna. Börnin geta mögulega endað í vist hjá vandalausum, búið við óöryggi og slæmt atlæti.“

Rauði krossinn bendir á að börn eiga rétt á að vera ekki skilin frá foreldrum sínum. „Þá má nefna að fjölskyldumeðlimur getur verið týndur á þeim tíma sem fjölskyldu er boðið hingað til lands af stjórnvöldum en komið fram síðar. Að mati Rauða krossins væri það ákaflega harðneskjulegt að leyfa ekki fjölskyldusameiningar í slíkum tilvikum.“

Nánar er fjallað um fyrirhugaðar breytingar á útlendingalöggjöfinni í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár