Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Baldvin vill hitta konurnar

„Þeir sem upp­lifðu þá nær­veru á ein­hvern ann­ar­leg­an hátt, þurfa að díla við það sjálf­ir,“ seg­ir hann um meinta kyn­ferð­is­lega áreitni sína gagn­vart nem­end­um í Haga­skóla.

Jón Baldvin vill hitta konurnar
Segir fyrrum nemendur ánægða „Allir bera mér góða söguna,“ segir Jón Baldvin og bætir við: „Enginn þeirra treystir sér þó að koma fram undir nafni.“

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi forystumaður jafnaðarmanna á Íslandi, segir að nemendur í Hagaskóla á áttunda áratug síðustu aldar hljóti að hafa upplifað nærveru hans með einhverjum annarlegum hætti. Þeir verði að „díla við það sjálfir“ en hann vilji gjarnan hitta konurnar sem saka hann um kynferðislega áreitni. 

Þetta kemur fram í svari Jóns Baldvins við tölvupósti Stundarinnar þar sem honum var boðið að svara fyrir ásakanir fyrrverandi nemenda. Áður hafði Jón Baldvin sagt að engin gögn fyndust um að hann hefði kennt bekkjardeild kvennanna sem báru á hann sakir en Borgarskjalasafn afhenti Stundinni stundatöflu sem staðfesti hið gagnstæða. „Hvað myndir þú segja? Hvernig myndir þú bregðast við ásökunum sem þessum? Eitthvað sem átti að eiga sér stað í kennslustofu fyrir næstum hálfri öld? Settu þig nú í mín spor,“ segir Jón Baldvin.

Að því er fram kom í viðtali við Jón Baldvin í Silfri Egils í febrúar vinnur hann nú að bók um ásakanirnar á hendur sér sem ber titilinn „Vörn fyrir æru: Hvernig fámennur hópur öfgafemínista hefur sagt réttarríkinu stríð á hendur.“ Undanfarnar vikur hefur hann skrifað greinar í Fréttablaðið þar sem hann varar við því að mannorð fólks sé eyðilagt, án dóms og laga, í nafni kynjajafnréttis. 

Matthildur Kristmannsdóttur lýsti í viðtali við Stundina þann 11. janúar að Jón Baldvin hefði reglulega látið hana sitja eftir að loknum íslenskutímum í Hagaskóla, snert hana, sleikt og gengið lengra í hvert skiptið. María Alexandersdóttir, sem var í sama bekk, sagðist hafa óttast að verða næst, enda hefði Jón Baldvin strokið og grúft sig yfir hana í tímum.

Aðspurður um málið segist Jón Baldvin hafa leitað gagna til að vita hvort hann hefði kennt þessum bekk. Hann kannist hvorki við nöfn kvennanna né lýsingar þeirra. „Enda eru þær fáránlegar og ótrúverðugar. Ég hef rætt við marga af mínum nemendum frá þessum árum (sem margir hverjir hafa orðið vinir mínir fyrir lífstíð) og allir bera mér góða söguna. Og það sem meira er – telja þessa sögu fáránlega. Enginn þeirra treystir sér þó að koma fram undir nafni. Sem segir okkur nákvæmlega þá sögu sem við erum að reyna að segja. Það er að segja, ég einn.“

„Mér finnst það bara undarlegt að slíkt sé tekið marktækt“

Jón Baldvin segir málið fráleitt. „Viltu kannski rannsaka hlutina áður en þú setur þá á prent? Af hverju hringirðu þá ekki í það fólk sem var í þessum umtalaða bekk og færð þá til að segja frá? Eða er tilgangur þinn einn og sá eini að dæma áttræðan mann fyrirfram fyrir það sem hann ekki gerði?“ Rétt er að taka fram að Stundin hefur rætt við tvo bekkjarfélaga Matthildar Kristmannsdóttur og Maríu Alexandersdóttur, alls fjóra fyrrverandi nemendur Jóns Baldvins, sem ber saman um atburði.

„Ef að nærvera mín sem forfallakennara í 2. bekk Hagaskóla þótti um of, þá get ég ekkert sagt um það. Þeir sem upplifðu þá nærveru á einhvern annarlegan hátt, þurfa að díla við það sjálfir – og mér finnst það bara undarlegt að slíkt sé tekið marktækt.  Það er ekkert sem ég get sagt um það. Ég myndi gjarnan vilja fá að hitta þessar tvær, ef þær vilja það. Þá getum við rætt málin.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu