Fimm starfsmenn af sjö sem vinna í afgreiðslu í kynlífstækjaversluninni Blush.is sögðu upp störfum í febrúarmánuði eftir starfsmannafund hjá fyrirtækinu. Verslunin flutti nýverið í stærra húsnæði og var greint frá því í Fréttablaðinu að þar væri á ferðinni „glæsilegasta kynlífstækjaverslunin sem opnuð hefur verið á Íslandi“. Fyrirtækið hefur hagnast vel síðustu tvö ár, en engu að síður kvartar starfsfólk undan kjaramálum.
Þá lýsir starfsfólk, sem Stundin ræddi við, því að slæm viðbrögð yfirmanna við umleitunum vegna kjaramála hefði leitt af sér slæmt andrúmsloft sem leitt hefði til uppsagna þeirra. Eigandi verslunarinnar, Gerður Huld Arinbjarnardóttir, segir starfsfólkið óþarflega reitt og kveðst hún hafa beðist afsökunar.
„Í raun og veru hefði verið hægt að leita lausnar hvað varðar kjaramál, en þar sem allir starfsmenn eru gríðarlega óánægðir með framkomu yfirmanna og þá sérstaklega Gerðar, ákváðu allir að segja upp störfum í lok starfsmannafundar,“ segir einn viðmælenda.
Ein af þeim sem sagði ekki …
Athugasemdir