Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Út­varp Saga hagn­að­ist bæði ár­in 2017 og 2016 sam­kvæmt nýbirt­um árs­reikn­ingi. Gerð er leið­rétt­ing á mis­tök­um vegna árs­ins 2016 þar sem áð­ur var til­kynnt um 2,6 millj­ón króna tap. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið á van­skila­skrá frá því í októ­ber.

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Útvarp Saga hagnaðist um 2,4 milljónir króna árið 2017 og 1,3 milljónir króna árið 2016 samkvæmt ársreikningi sem skilað var til Ríkisskattstjóra fyrir helgi. Fyrri ársreikningur hafði sýnt 2,6 milljón króna tap árið 2016.

„Við gerð ársreiknings 2017 komu í ljós mistök sem höfðu verið gerð í bókhaldi ársins 2016 og höfðu leitt til þess að fjárhæðir í ársreikningi 2016 voru ekki réttar,“ segir í athugasemd í ársreikningnum. „[Þessi] mistök höfðu þau áhrif að bæði voru tekjur í ársreikningi 2016 [...] lægri en þær áttu að vera en einnig var kostnaður lægri en hann átti að vera. Heildaráhrif á rekstrarniðusrtöðu ársins voru þau að í stað þess að sýna tap að fjárhæð 2,6 millj, kr. þá átti rekstrarniðurstaða ársins að vera hagnaður að fjárhæð 1,3 millj, kr.“

Samkvæmt upplýsingum frá CreditInfo fór rekstrarfélagið, sem heitir SagaNet – Útvarp Saga ehf., á vanskilaskrá í október síðastliðnum og er í alvarlegum vanskilum.

Ársreikningaskrá felldi í október út ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Gerðar eru úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum til þess að ganga úr skugga um að innsend gögn séu í samræmi við lög. Eftir slíka athugun kom í ljós að félagið hafði skilað sama ársreikningi tvö ár í röð.

Arnþrúður Karlsdóttir er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. sem rekur útvarpsstöðina. Tap varð á rekstri félagsins um 2,6 milljónir árið 2016, samkvæmt fyrri ársreikningi, sem nú hefur verið leiðréttur. Frestur til að skila ársreikningi rann út 31. ágúst 2018, en ársreikningi með leiðréttingunum var skilað 20. febrúar 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár