Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Út­varp Saga hagn­að­ist bæði ár­in 2017 og 2016 sam­kvæmt nýbirt­um árs­reikn­ingi. Gerð er leið­rétt­ing á mis­tök­um vegna árs­ins 2016 þar sem áð­ur var til­kynnt um 2,6 millj­ón króna tap. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið á van­skila­skrá frá því í októ­ber.

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Útvarp Saga hagnaðist um 2,4 milljónir króna árið 2017 og 1,3 milljónir króna árið 2016 samkvæmt ársreikningi sem skilað var til Ríkisskattstjóra fyrir helgi. Fyrri ársreikningur hafði sýnt 2,6 milljón króna tap árið 2016.

„Við gerð ársreiknings 2017 komu í ljós mistök sem höfðu verið gerð í bókhaldi ársins 2016 og höfðu leitt til þess að fjárhæðir í ársreikningi 2016 voru ekki réttar,“ segir í athugasemd í ársreikningnum. „[Þessi] mistök höfðu þau áhrif að bæði voru tekjur í ársreikningi 2016 [...] lægri en þær áttu að vera en einnig var kostnaður lægri en hann átti að vera. Heildaráhrif á rekstrarniðusrtöðu ársins voru þau að í stað þess að sýna tap að fjárhæð 2,6 millj, kr. þá átti rekstrarniðurstaða ársins að vera hagnaður að fjárhæð 1,3 millj, kr.“

Samkvæmt upplýsingum frá CreditInfo fór rekstrarfélagið, sem heitir SagaNet – Útvarp Saga ehf., á vanskilaskrá í október síðastliðnum og er í alvarlegum vanskilum.

Ársreikningaskrá felldi í október út ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Gerðar eru úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum til þess að ganga úr skugga um að innsend gögn séu í samræmi við lög. Eftir slíka athugun kom í ljós að félagið hafði skilað sama ársreikningi tvö ár í röð.

Arnþrúður Karlsdóttir er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. sem rekur útvarpsstöðina. Tap varð á rekstri félagsins um 2,6 milljónir árið 2016, samkvæmt fyrri ársreikningi, sem nú hefur verið leiðréttur. Frestur til að skila ársreikningi rann út 31. ágúst 2018, en ársreikningi með leiðréttingunum var skilað 20. febrúar 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár