Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Út­varp Saga hagn­að­ist bæði ár­in 2017 og 2016 sam­kvæmt nýbirt­um árs­reikn­ingi. Gerð er leið­rétt­ing á mis­tök­um vegna árs­ins 2016 þar sem áð­ur var til­kynnt um 2,6 millj­ón króna tap. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið á van­skila­skrá frá því í októ­ber.

Nýr ársreikningur Útvarps Sögu leiðréttir árið 2016

Útvarp Saga hagnaðist um 2,4 milljónir króna árið 2017 og 1,3 milljónir króna árið 2016 samkvæmt ársreikningi sem skilað var til Ríkisskattstjóra fyrir helgi. Fyrri ársreikningur hafði sýnt 2,6 milljón króna tap árið 2016.

„Við gerð ársreiknings 2017 komu í ljós mistök sem höfðu verið gerð í bókhaldi ársins 2016 og höfðu leitt til þess að fjárhæðir í ársreikningi 2016 voru ekki réttar,“ segir í athugasemd í ársreikningnum. „[Þessi] mistök höfðu þau áhrif að bæði voru tekjur í ársreikningi 2016 [...] lægri en þær áttu að vera en einnig var kostnaður lægri en hann átti að vera. Heildaráhrif á rekstrarniðusrtöðu ársins voru þau að í stað þess að sýna tap að fjárhæð 2,6 millj, kr. þá átti rekstrarniðurstaða ársins að vera hagnaður að fjárhæð 1,3 millj, kr.“

Samkvæmt upplýsingum frá CreditInfo fór rekstrarfélagið, sem heitir SagaNet – Útvarp Saga ehf., á vanskilaskrá í október síðastliðnum og er í alvarlegum vanskilum.

Ársreikningaskrá felldi í október út ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Gerðar eru úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum til þess að ganga úr skugga um að innsend gögn séu í samræmi við lög. Eftir slíka athugun kom í ljós að félagið hafði skilað sama ársreikningi tvö ár í röð.

Arnþrúður Karlsdóttir er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. sem rekur útvarpsstöðina. Tap varð á rekstri félagsins um 2,6 milljónir árið 2016, samkvæmt fyrri ársreikningi, sem nú hefur verið leiðréttur. Frestur til að skila ársreikningi rann út 31. ágúst 2018, en ársreikningi með leiðréttingunum var skilað 20. febrúar 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár