Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsfólk ráðhússins biður um „frið til að vinna vinnuna sína“

Starfs­manna­fé­lag Ráð­húss Reykja­vík­ur seg­ir að stjórn­mála­menn eigi ekki að gera starfs­fólk þess að op­in­beru um­ræðu­efni. Mögu­leik­ar þess til að verja sig séu tak­mark­að­ir.

Starfsfólk ráðhússins biður um „frið til að vinna vinnuna sína“

Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framgöngu borgarfulltrúa er mótmælt. „Óskað er eftir því að starfsfólk fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu sem á með réttu að eiga sér stað á milli kjörinna fulltrúa og á pólitískum vettvangi,“ segir í tilkynningunni.

Tveir starfsmenn hjá Reykjavíkurborg hafa hætt síðan síðasta vor og fjöldi starfsmanna og stjórnenda kvartað vegna meiðandi og særandi orðræðu borgarfulltrúa, að því er starfsmannastjóri greinir frá. Stefán Eiríksson borgarritari birti í gær harðort bréf þar sem borgarfulltrúum minnihlutans var líkt við „tudda á skólalóð“.

Í tilkynningu starfsmannafélagsins er áréttað að ekki eigi að gera starfsfólk Reykjavíkurborgar og störf þess að opinberu umtalsefni í pólitískum tilgangi.

„Í stjórnsýslu borgarinnar starfar fólk sem þykir vænt um vinnuna sína og vinnur af heiðarleika og einlægni að hag borgarbúa út frá ákvörðunum og stefnu borgarstjórnar hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. „Stjórnin minnir á að möguleikar starfsfólks til þátttöku í umræðunni og til þess að koma störfum sínum til varnar eru mjög takmarkaðir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár