Ekki er vitað hvernig eignarhald Morgunblaðsins skiptist eftir að Þórsmörk ehf., móðurfélag þess, fór í 200 milljóna króna hlutafjáraukningu í fyrra. Fjölmiðlanefnd hefur ekki uppfært upplýsingar um eignarhaldið á vef sínum og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Stundarinnar.
Í samtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í síðustu viku sagði Sigurbjörn að hlutafjáraukningin hefði komið alfarið frá núverandi hluthöfum. Hluthafahópurinn sé því óbreyttur. Ekki kom fram í svari hans hvort einstaka hluthafar hefðu aukið eða minnkað við hlut sinn eða hvort allir hefðu tekið þátt.
„Félagið er í nýjum verkefnum og ýmsu sem þarf að standa straum af eins og gengur,“ sagði Sigurbjörn við Markaðinn. Samþykktum félagsins hefur einnig verið breytt til þess að veita heimild fyrir allt að 400 milljóna króna hækkun hlutafjár með útgáfu nýrra hluta á þessu ári.
Þórsmörk á 99% hlut í Árvakri, útgáfufélagi …
Athugasemdir