Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

Hluta­fjár­eign Sig­urð­ar Pálma Sig­ur­björns­son­ar í Sports Direct var fjár­mögn­uð í gegn­um Pana­ma­fé­lag móð­ur hans. „Ég er eng­inn fjár­fest­ir,“ seg­ir hann í við­tali í Frétta­blað­inu í dag þar sem einnig birt­ist heil­síðu­aug­lýs­ing fyr­ir nýja versl­un hans.

Fréttablaðið birtir aftur viðtal við son eigandans

Fréttablaðið birtir í dag, öðru sinni á nokkurra daga tímabili, viðtal við Sigurð Pálma Sigurbjörnsson þar sem hann kynnir nýja verslun sína, Super1 við Hallveigarstíg. Í sama blaði er einnig að finna heilsíðuauglýsingu fyrir verslunina.

Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, útgefanda Fréttablaðsins. Áður rak hann íþróttavöruverslunina Sports Direct í Kópavogi en til að fjármagna hlutafjáreign sína í fyrirtækinu fékk hann rúmlega 20 milljóna króna lán frá Guru Invest, skattaskjólsfélagi móður sinnar. Stundin fjallaði um málið árið 2016. 

Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið birt viðtöl við útgefanda blaðsins, eiginmann hennar, son hennar og stjórnarformann fyrirtækis hennar. 

Á blaðsíðu tvö í síðasta helgarblaði birtist frétt um nýja verslun Sigurðar Pálma við Hallveigarstíg. „Það er bara gríðarleg stemning í hópnum og það má segja að við höfum framkvæmt kraftaverk,“ var haft eftir honum. „Sigurður Pálmi hyggst verða eins konar kaupmaður á horninu,“ sagði í fréttinni. 

Fréttin sem birtist í dag, nú í fylgiritinu Markaðnum, bætir efnislega litlu við hina fyrri. Um er að ræða frekari kynningu á Sigurði Pálma og verslunarrekstri hans auk þess sem hann fær tækifæri til að gagnrýna keppinauta sína. „Að mínu mati glíma margar keðjur við stefnuleysi og vita ekkert hvert þær eru að fara. Margar af stóru keðjunum eru að missa tenginguna við viðskiptavini,“ segir hann. 

„Ég hef gaman að því að vasast í rekstri“

Þá er haft eftir Sigurði Pálma að hann sé enginn fjárfestir. „Það er ekki mitt. Kannski verður maður það einhvern tímann. En ég hef gaman að því að vasast í rekstri. Það er fátt skemmtilegra en að fara í búðir skoða og pæla. Á kvöldin er ég yfirleitt á netinu að reyna að fá hugmyndir um hvað hægt sé að gera betur og reyna að skilja betur þarfir viðskiptavina.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár