Á götuhorni í Seúl stendur maður að nafni Kwon Chol Nam með mótmælaskilti sem hann hefur útbúið sjálfur. Hann segist reyna að mótmæla flesta daga en stundum sé hann of þreyttur, svangur og dapur til að standa vaktina.
Kwon býr í lítilli kompu í glæsilegri stórborg sem er höfuðborg eins auðugasta ríkis heims en á skilti hans stendur: „Ég er ríkisborgari hins Lýðræðislega Alþýðulýðveldis Kóreu (Norður-Kóreu) og ég vil fá að snúa aftur heim!“ Fæstir vegfarendur virða hann viðlits.
Kwon fórnaði öllu til að komast frá Norður-Kóreu á sínum tíma. Hann gat ekki hætt á að segja neinum frá áformum sínum og þurfti því að skilja fjölskyldu sína eftir þegar hann skreið undir gaddavírsgirðingu eina nóttina og arkaði í átt að straumharðri á sem markar landamæri Norður-Kóreu og Kína.
Hann komst yfir við illan leik en þá tók við löng og ströng svaðilför yfir harðbýlt svæði i Kína þar sem …
Athugasemdir