Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

Ef mið­að er við töl­ur Hag­stof­unn­ar fyr­ir ár­ið 2017 og kynn­ing­ar­efni fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um áhrif skatta­lækk­un­ar­inn­ar virð­ist lækk­un skatt­byrð­ar hjá fisk­vinnslu­fólki, ræst­ing­ar­starfs­mönn­um og verka­fólki í bygg­ingar­iðn­aði verða að með­al­tali nær einu pró­sentu­stigi en tveim­ur.

Ríkisstjórnin dró upp villandi mynd af skattatillögum

Fjármálaráðuneytið fullyrti í fréttatilkynningu í gær að skattbyrði lágtekjufólks myndi lækka um 2 prósentustig ef fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum yrðu að veruleika. Bjarni Benediktsson hélt þessu einnig fram á blaðamannafundi og hefur staðhæfingin endurómað í fjölmiðlum.

Ef marka má það talnaefni sem varpað var upp á blaðamannafundinum er það hins vegar aðeins hluti lágtekjufólks fær 2 prósentustiga lækkun á skattbyrði sinni. Þetta eru einkum þeir fullvinnandi launamenn sem eru með í kringum 300 þúsund króna tekjur á mánuði. Tugþúsundir framteljenda sem sannarlega teljast lágtekjufólk munu fá talsvert minni lækkun skattbyrðar, t.d. lágtekjufólk sem vinnur mikla yfirvinnu.

Ef miðað er við tölur Hagstofunnar fyrir árið 2017 og þau áhrif skattalækkunarinnar sem sýnd eru í kynningarefni fjármálaráðuneytisins virðist lækkun skattbyrðinnar hjá fiskvinnslufólki, ræstingarstarfsmönnum og verkafólki í byggingariðnaði verða að meðaltali nær einu prósentustigi en tveimur.

Í talnaefninu kemur fram að framteljendur sem eru með árstekjur á bilinu 2 til 2,5 milljónir fái 0,92 prósentustiga lækkun á skattbyrði sinni og framteljendur með 2,5 til 3 milljóna árstekjur fái 1,48 prósentustiga lækkun. Auk þess fái fólk með 375 þúsund króna mánaðarlaun aðeins 1,69 prósentustiga lækkun skattbyrðar. Að þessu leyti stangast kynningarefnið um áhrif skattalækkunarinnar á við fullyrðinguna sem birtist í fréttatilkynningu ráðuneytisins. 

Úr glærusýningu fjármálaráðherra

Í glærusýningu fjármálaráðherra eru mánaðarlegar tekjur hópa bornar saman við þá árlegu lækkun skatta sem felst í tillögum ríkisstjórnarinnar. Með þessu er dregin upp villandi mynd af áhrifum fyrirhugaðra breytinga, skattalækkunin í raun tólffölduð.

Flestir framteljendur sem eru með mánaðartekjur yfir 325 þúsund krónum fá sömu skattalækkunina ef tillögur ríkisstjórnarinnar verða að veruleika en skattar hinna tekjulægri lækka minna. Engu að síður eru skattatillögur ríkisstjórnarinnar kynntar undir yfirskriftinni „Skattbyrði minnkuð á lágtekjufólk“ á vef fjármálaráðuneytisins.  

Fjármálaráðuneytið áætlar að skattkerfisbreytingarnar muni kosta ríkissjóð 14,7 milljarða. Í ljósi þess hvernig skattalækkunin teygir sig upp tekjustigann er ljóst að drjúgur hluti þessara 14,7 milljarða mun renna til fólks sem er vel yfir meðaltekjum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár