Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fórnarlömb eða skrímsli?

Hart er deilt um ör­lög ungra stúlkna sem yf­ir­gáfu heim­ili sín á Vest­ur­lönd­um til að ganga til liðs við íslamska hryðju­verka­menn í Sýr­landi. Tug­ir slíkra stúlkna hafa ósk­að eft­ir því að snúa heim til Bret­lands með börn sín en marg­ar þeirra hafa ekki sýnt iðr­un. Ótt­ast er að þær séu enn heila­þvegn­ar og því ógn við ör­yggi Bret­lands.

Fórnarlömb eða skrímsli?

Shamima Begum ólst upp í Bethnal Green í austurhluta Lundúna og átti að sögn ósköp venjulega barnæsku. Hún var 15 ára gömul þegar móðir hennar lést af völdum krabbameins árið 2014 en fjölskyldan hélt veikindunum lengi leyndum fyrir Shamimu. Áfallið var því bæði þungt og skyndilegt. Shamima tók strax miklum breytingum eftir andlátið, að sögn ættingja. Hún byrjaði að skrópa í skólanum, vanrækja námið og verja löngum stundum á netinu en hvarf um leið af samfélagsmiðlum.

Það eina sem Shamima erfði eftir móður sína voru gömlu skartgripirnir hennar. Einn kaldan morgun í desember fór hún með skartið til veðmangara sem lét hana hafa rúmlega þúsund pund. Shamima keypti sér flugmiða (aðra leið) til Istanbúl í Tyrklandi og var degi seinna komin yfir landamærin til Sýrlands þar sem hún gaf sig á vald hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hún sendi föður sínum bréf þar sem hún sagðist ætla að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár