Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dómsmálaráðherra segir samvinnu við brottvísun hælisleitenda dýrmæta fyrir Ísland

Dóms­mála­ráð­herra er ánægð með áhrif Dyfl­inn­ar­sam­starfs­ins á Ís­landi, en Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­in hef­ur gert stjórn­völd­um kleift að vísa mikl­um fjölda hæl­is­leit­enda úr landi án efn­is­með­ferð­ar.

Dómsmálaráðherra segir samvinnu við brottvísun hælisleitenda dýrmæta fyrir Ísland

Dyflinnarsamstarfið og samvinnan er snýr að brottvísun hælisleitenda hefur verið dýrmæt fyrir Ísland. Þetta kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra um Schengen-samstarfið sem kynnt var í dag.

Dyflinnarsamstarfið lýtur að málsmeðferð ríkja í málefnum hælisleitenda og byggir á Dyflinnarreglugerðinni svokölluðu sem kveður á um að ábyrgð á meðferð hælisumsókna hvíli á því ríki sem hælisleitandi óskar fyrst eftir hæli í. Vegna landfræðilegrar stöðu Íslands hefur Dyflinnarsamstarfið gert stjórnvöldum kleift að vísa burt drjúgum hluta hælisleitenda undanfarna áratugi án þess að taka umsóknir þeirra til efnismeðferðar. 

„Hvað málefni flóttamanna varðar er Schengen-samstarfið einnig dýrmætt fyrir Ísland, þá einkum og sér í lagi Dyflinnarsamstarfið og samstarfið og samvinnan þegar kemur að brottvísunum þeirra sem dvelja ólöglega innan svæðisins,“ segir í skýrslu dómsmálaráðherra.

Bent er á að Dyflinnarkerfið hafi ekki verið hannað til að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust í Evrópu árið 2015 vegna aukinnar komu flóttamanna. „Í kjölfarið kom fram ýmis gagnrýni á kerfið, gagnrýni sem raunar á sér lengri aðdraganda en náði hámarki árið 2015. Núverandi Dublinkerfi þykir þannig hvorki sjálfbært né þykir það dreifa ábyrgð með sanngjörnum hætti meðal þátttökuríkja. Það hefur leitt til mikils þrýstings á fá þátttökuríki sem bera ábyrgð á flestum umsækjendum um alþjóðlega vernd vegna landfræðilegrar legu sinnar. Auk álagsins á einstaka ríki dregur svo mikill þrýstingur úr skilvirkni kerfisins,“ segir í skýrslunni.

Þá kemur fram að á fundi leiðtoga Evrópusambandsins um útlendingamál þann 28. júní í fyrra hafi mátt greina „ákveðna grundvallarbreytingu í viðhorfi varðandi heildarstefnu sambandsins í útlendingamálum“. Sú breyting feli fyrst og fremst í sér aukna áherslu á styrkingu ytri landamæra og öryggi innan Schengen-svæðisins. „Þessi viðhorfsbreyting hefur bein áhrif á Ísland sem þátttakanda í Schengen-samstarfinu og öllum aðgerðum sem miða að styrkingu ytri landamæra.“

Dómsmálaráðherra segir helsta ávinning Íslendinga af Schengen-samstarfinu vera hina auðveldu og þægilegu för milli landa án landamæraeftirlits með tilheyrandi töfum á landamærastöðvum og töfum. Þá skipti sköpum fyrir Ísland að hafa aðgang að lögreglusamvinnu í gegnum Schengen. „Fyrir Ísland er einnig mikill ávinningur fólginn í samræmdri stefnu um útgáfu vegabréfsáritana sem gerir íslenskri stjórnsýslu kleift að njóta fyrirsvars annarra Schengen-ríkja við útgáfu áritana inn á svæðið sem greiðir verulega fyrir straumi ferðamanna til Íslands.“ Loks er því fagnað hvað samstarfið á sviði flóttamannamála hafi reynst dýrmætt. 

Athygli vakti í janúar 2017 þegar tilkynnt var á vef dómsmálaráðuneytisins að Sigríður Andersen hefði lýst efasemdum fyrir Íslands hönd gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni og áformum um aukna samábyrgð Evrópuríkja vegna flóttamannavandans á fundi dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra í Valetta á Möltu. Í skýrslunni sem kynnt var í dag virðist tekið undir að annmarkar hafi verið á Dyflinnarkerfinu. Áhrifum Dyflinnarreglugerðarinnar á flóttamannamál á Íslandi er hins vegar fagnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár