Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Hert út­lend­inga­stefna er þeg­ar far­in að bitna á fólki sem sæk­ir um hæli á Ís­landi. Til­kynna þurfti fé­lags­mála­yf­ir­völd­um um út­lend­inga í neyð eft­ir að Út­lend­inga­stofn­un felldi nið­ur alla þjón­ustu við barna­fjöl­skyldu.

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra lagði fram reglugerð sem breytti stöðu hælisleitenda á Íslandi til hins verra. Mynd: Pressphotos

Reglugerð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um útlendinga er þegar farin að bitna á fólki sem sækir um hæli á Íslandi. Dæmi eru um að barnafjölskyldur séu sviptar dagpeningum sínum eftir að hafa dregið umsóknir um hæli til baka og að tilkynna þurfi félagsmálayfirvöldum um útlendinga í neyð. Þá hafa hælisleitendur sem dveljast á Airport Inn í Reykjanesbæ ekki fengið strætómiða frá þjónustaaðila eftir að almenningssamgöngur í Reykjanesbæ hættu að vera gjaldfrjálsar nú um áramót. Gistiheimilið er staðsett í jaðri Ásbrúar, langt frá næstu matvöruverslun.

Þann 30. ágúst 2017 síðastliðinn setti Sigríður Andersen dómsmálaráðherra reglugerð sem svipti útlendinga réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og meðan þeir bíða eftir að vera sendir úr landi. Í reglugerðinni felst líka að ef hælisleitandi er frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir. 

Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina harðlega þegar Stundin leitaði viðbragða síðasta sumar. Bent var á að nýju reglurnar gætu orðið til þess að hælisleitendur lentu milli steins og sleggju, án atvinnuréttinda og framfærslufjár, jafnvel vikum saman meðan þeir biðu eftir að vera sendir úr landi. Alþingi aðhafðist ekkert, hvorki þáverandi samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn né þáverandi stjórnarandstöðuflokkar.

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að reglugerðin sé þegar farin að hafa áhrif á líf fjölskyldna sem sækja um hæli á Íslandi. Hún bendir á að svo virðist sem Útlendingastofnun hafi ekki komið sér upp neinum verklagsreglum við framkvæmd á ýmsum þáttum reglugerðarinnar. Þetta bjóði hættunni heim um handahófskennda meðferð. Óljóst sé hvernig fólki er sagt frá afleiðingum þess þegar reglurnar eru brotnar og hvernig gætt er að andmælarétti.

Brynhildur Bolladóttirupplýsingafulltrúi Rauða krossins

„Til dæmis hafa umsækjendur á Airport Inn í Reykjanesbæ ekki fengið strætómiða eftir að samgöngur í Reykjanesbæ hættu að vera gjaldfrjálsar nú um áramót. Airport Inn er staðsett í jaðri Ásbrúar, langt frá næstu matvöruverslun,“ segir Brynhildur. Hún nefnir annað dæmi: „Fólk með börn sem höfðu dregið umsókn til baka sjálfviljug var svipt dagpeningum sínum. Öll þjónusta féll niður eftir 3 daga. Þau fengu áfram að vera í húsnæðinu, en á meðan þau biðu eftir flugi kláruðust peningarnir.“ Fyrir vikið þurfti að tilkynna félagsmálayfirvöldum um útlendinga í neyð og fjölskyldan leitaði ásjár hjá öðrum stofnunum hins opinbera. „Það er brýnt að reglur séu skýrar og við séum ekki að færa fólk á milli ábyrgðar ólíkra ráðuneyta með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir íslenska ríkið og með tilheyrandi óþægindum sem það hefur í för með sér fyrir fólkið,“ segir Brynhildur.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttirformaður þingflokks Vinstri grænna

Stundin spurði Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformann Vinstri grænna, hvort þingflokkurinn hygðist beita sér fyrir endurskoðun eða niðurfellingu reglugerðarinnar. „Við höfum ekki rætt það neitt sérstaklega og ég get ekki talað fyrir hönd þingflokksins hvað þetta varðar,“ segir hún. „Hins vegar er þetta eitt af því sem mun væntanlega koma upp í vinnu við endurskoðun á útlendingalögum. Við munum tilnefna fólk í þá vinnu og ég geri ráð fyrir að þetta komi upp þar eins og ýmislegt fleira sem þarf að endurskoða.“

Athygli vakti skömmu fyrir jól þegar til stóð að hælisleitendur fengju ekki jólauppbót í desember eins og áður hafði tíðkast. Fram kom að Útlendingastofnun hefði haft samráð við dómsmála-ráðuneytið og að ákvörðunin væri tekin á grundvelli reglugerðar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um útlendinga. Eftir að fluttar höfðu verið fréttir um málið ákvað ríkisstjórnin að nota ráðstöfunarfé sitt til að greiða hælisleitendum jólauppbót. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Þú verður bráðum besti engill í heimi“
4
Fréttir

„Þú verð­ur bráð­um besti eng­ill í heimi“

„Það er ekk­ert rétt­læti í því að við sé­um hér í dag,“ sagði Guðni Már Harð­ar­son prest­ur við jarð­ar­för Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur í Hall­gríms­kirkju í dag. Óbæri­leg fórn Bryn­dís­ar, „skal, og verð­ur að bjarga manns­líf­um,“ skrif­uðu for­eldr­ar henn­ar í yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. Prest­arn­ir sem jarð­sungu Bryn­dísi köll­uðu jafn­framt eft­ir að­gerð­um til þess að auka ör­yggi í sam­fé­lag­inu.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
6
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Með minnisblað í vinnslu um mögulega kólnun Íslands
9
ViðtalLoftslagsvá

Með minn­is­blað í vinnslu um mögu­lega kóln­un Ís­lands

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra lofts­lags­mála, tel­ur nýja að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um miklu betri grunn fyr­ir ákvarð­ana­töku en áð­ur hafi kom­ið fram. Hann tel­ur raun­hæft að Ís­land standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­drátt fram til árs­ins 2030, en horf­ir til þess að svo­kall­að­ur ETS-sveigj­an­leiki verði áfram nýtt­ur í því skyni að draga úr kröf­um um sam­drátt í sam­fé­lags­los­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár