Bílahúsin í Reykjavík eru rekin með tapi, en þrír fjórðu af kostnaði við rekstur þeirra skýrist af leigugreiðslum til Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn í borgarstjórn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa samþykkt að láta skoða útboð á rekstri húsanna. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir sjálfsagt að bjóða út þjónustuna ef einkaaðilar telji sig geta rekið þau betur en borgin.
96 milljóna króna taprekstur var á rekstri bílahúsanna sjö, sem Bílastæðasjóður rekur, árið 2017. Megnið af kostnaðinum við reksturinn, 73% eða tæpar 214 milljónir, skýrist af leigugreiðslum til Eignasjóðs Reykjavíkurborgar.
„Bílahúsin eru búin að vera smátt og smátt að nálgast núllið,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. „Það er búið að vera gegnumgangandi tap, að miklu leyti af því að það var tregða við að breyta gjaldskránni. Núna eru reglulega hækkuð bílastæðagjöld úti á götu og í húsunum. Til ársins 2010 hafði ekkert hækkað á öldinni. Svo þetta er allt á réttri leið.“
Hagnaður var af rekstri Bílastæðasjóðs …
Athugasemdir