Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

James Ratcliffe flytur til Mónakó til að sleppa við skatta

Rík­asti mað­ur Bret­lands, James Ratclif­fe, vill losna við allt að 4 millj­arða punda í skatta. Hann hef­ur ver­ið um­svifa­mik­ill í jarða­kaup­um á Norð­aust­ur­landi.

James Ratcliffe flytur til Mónakó til að sleppa við skatta

James Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands og landeigandi á Norðausturlandi, hyggst flytja lögheimili sitt til Mónakó til þess að sleppa við 4 milljarða punda í skattgreiðslur.

Samkvæmt Sunday Times njóta Ratcliffe og tveir viðskiptafélagar hans hjá efnaframleiðslurisanum Ineos aðstoðar endurskoðenda PwC við áformin. Fjöldi breskra þingmanna hefur gagnrýnt Ratcliffe fyrir að vilja sleppa við greiðslur, enda hafi hann sem forstjóri Ineos beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir lægri umhverfissköttum og veikari reglugerðum þegar kemur að gasvinnslu með vökvabroti (e. fracking).

Árið 2010 flutti Ratcliffe höfuðstöðvar Ineos frá Bretlandi til bæjarins Rolle í Sviss. Fyrirtækið hafði beðið bresk stjórnvöld um frest til þess að greiða 350 milljóna punda virðisaukaskattsgreiðslu, en ekki fengið. Fyrirtækið sneri til baka árið 2016. Ratcliffe er mikill stuðningsmaður Brexit og segir að Bretland geti átt frábæra framtíð utan Evrópusambandsins.

Ratcliffe hefur verið mikið til umfjöllunar vegna jarðakaupa sinna á Norðausturlandi. Hefur hann ásamt viðskiptafélögum sínum keypt upp tugi jarða, með það að markmiði að eignast veiðirétt í laxveiðiám. Ratcliffe hefur lýst því yfir að markmiðið sé að vernda viðkvæmt vistkerfi ánna og hefur talsvert verið gert til að bæta laxgengi í þeim.

Ratcliffe hefur lánað félagi sínu, Halicilla Limited Company, 9,7 milljónir breskra punda, að andvirði 1,3 milljarða króna, til fjárfestinga. Félagið á net íslenskra eignarhaldsfélaga sem keypt hafa upp jarðir á Norðausturlandi, meðal annars Grímsstaði á Fjöllum. Lánið er vaxtalaust og samkvæmt ársreikningi Halicilla mun Ratcliffe ekki sækjast eftir endurgreiðslu á láninu.

Undanfarin ár hefur Ineos styrkt stöðu sína í olíuiðnaðinum með umsvifum í Noregi og Danmörku. Nýlega var tilkynnt um viðræður fyrirtækisins við olíufélagið ConocoPhillips um kaup á olíu- og gasauðlindum í Norðursjó að verðmæti um 370 milljarða íslenskra króna. Varða þau kaup á olíu- og gaslindunum Clair, um 75 kílómetrum vestan Hjaltlandseyja, og Britannia, um 210 kílómetrum norðaustur af Aberdeen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
1
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
5
ÚttektUm hvað er kosið?

Al­þjóða­mál valda fólki áhyggj­um en hreyfa senni­lega fá at­kvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.
Sigur Trump í höfn
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár