Félagið sem rekur Útvarp Sögu er í alvarlegum vanskilum, samkvæmt upplýsingum frá CreditInfo. Fjölmiðillinn hefur enn ekki skilað gildum ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisskattstjóra, en ársreikningur, sem skilað var síðasta haust, reyndist afrit af ársreikningi ársins 2016.
„Við höfum ekki ennþá fengið nýjan fullnægjandi ársreikning frá SagaNet – Útvarp Saga ehf.,“ segir Jónína Jónasdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra, í svari við fyrirspurn Stundarinnar. „Endurskoðandi þeirra hefur verið í sambandi við okkur og ársreikningur fyrir 2017 er væntanlegur á næstu dögum.“
Ársreikningaskrá felldi í október út ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Gerðar eru úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum til þess að ganga úr skugga um að innsend gögn séu í samræmi við lög. Eftir slíka athugun kom í ljós að félagið hafði skilað sama ársreikningi tvö ár í röð.
Arnþrúður Karlsdóttir er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf., …
Athugasemdir