Banki í Lúxemborg er skráður sem næststærsti hluthafi íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax með rúmlega 14,5 prósenta eignarhlut. Ekki er hægt að sjá í ársreikningum Arnarlax hvaða fjárfestar eru á bak við þennan eignarhlut bankans, Clearstream Banking S.A. Um er að ræða hlutafé sem einhverjir fjárfestar eiga í gegnum viðskiptamannareikning hjá umræddum banka en ekki er ljóst hverjir þetta eru. Þetta kemur fram í ársreikningi norska eignarhaldsfélagsins Arnarlax AS, móðurfélags Arnarlax á Íslandi, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki landsins.
Clearstream Banking kom inn í hluthafahóp Arnarlax árið 2017 þegar hlutafé fyrirtækisins var aukið um 65 milljónir norskra króna, eða rúmlega 900 milljónir íslenskra króna, fór úr tæplega 167 milljónum og upp í tæplega 233 milljónir norskra króna. Lúxemborgski bankinn var ekki skráður fyrir neinu hlutafé í Arnarlaxi árið áður. Skráning lúxemborgska bankans á hlutafé í laxeldisfyrirtækinu íslenska er því væntanlega aðferð til að búa þannig um hnútana að ekki sé ljóst hver er …
Athugasemdir