Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

Frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar ger­ir ráð fyr­ir að einka­fyr­ir­tæki sjái um rekst­ur þjóð­ar­sjóðs þrátt fyr­ir aug­ljósa sam­legð við grunn­verk­efni Seðla­banka Ís­lands. „Myndi færa stefnu­mót­un­ina fjær ís­lensk­um stjórn­völd­um og hafa í för með sér kostn­að,“ seg­ir að­stoð­ar­seðla­banka­stjóri.

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
Einkaaðili annast reksturinn Einkafyrirtæki mun fá tækifæri til að ráðstafa tekjunum sem renna til ríkisins vegna fénýtingar íslenskra orkuauðlinda samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið gagnrýna útfærsluna. Mynd: Pressphotos

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðarsjóð gerir ráð fyrir að rekstri sjóðsins verði útvistað til einkaaðila og að einn og sami aðilinn annist vörslu, eignastýringu, daglegan rekstur og innra eftirlit með starfseminni. Af orðalagi frumvarpsins má ráða að þar komi einungis viðskiptabankar, lánafyrirtæki og sparisjóðir til greina. 

Fjármálaeftirlitið bendir á þetta í umsögn um frumvarpið og gagnrýnir meðal annars að fyrirkomulagið sé frábrugðið því sem tíðkast hjá rekstrarfélögum verðbréfasjóða og mælt er fyrir um í Evróputilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða frá 2011. 

Markmiðin ekki ólíkSeðlabankinn sér nú þegar um varðveiðslu gjaldeyrisvaraforða Íslands og er þar bundinn af sjónarmiðum sem eru um margt sambærileg þeim sem liggja að baki stofnun þjóðarsjóðs. 

Þá kann það að útvista þjóðarsjóðnum til einkaaðila í stað þess að koma honum fyrir hjá Seðlabanka Íslands að hafa í för með sér óþarfan kostnað fyrir hið opinbera.

Seðlabankinn bendir á að lánamál ríkisins og varðveisla gjaldeyrisvarasjóðs séu nú þegar á hendi bankans þar sem safnast hefur upp þekking á mismunandi eignaflokkum, ávöxtun og áhættudreifingu. Því geti verið hagkvæmt að Seðlabankinn sjái um rekstur sjóðsins, enda myndi útvistun til einkafyrirtækja eðli málsins samkvæmt fela í sér að stefnumótunin færist fjær íslenskum stjórnvöldum.

Fjárhagslegur viðbúnaður gegn skakkaföllum

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð þann 5. desember síðastliðinn. Sjóðnum er ætlað að verða eins konar áfallavörn til að mæta efnahagslegum skakkaföllum sem þjóðarbúið kann að verða fyrir í framtíðinni, til dæmis vegna vistkerfisbrests, náttúruhamfara, hryðjuverka eða netárása. Hann verður fjármagnaður með tekjum af nýtingu orkuauðlinda, einkum arðgreiðslum frá Landsvirkjun til ríkisins, en samkvæmt áætlunum fyrirtækisins gæti arðgreiðslugeta þess brátt numið 10 til 20 milljörðum króna á ári. 

„Í stað þess verði þeim varið til að byggja upp fjárhagslegan viðbúnað í Þjóðarsjóði“

„Hyggilegt þykir að þessar nýju tekjur verði ekki nýttar eins og hver annar tekjustofn til þess að standa undir reglubundnum ríkisútgjöldum. Í stað þess verði þeim varið til að byggja upp fjárhagslegan viðbúnað í Þjóðarsjóði til að bregðast við ófyrirséðum áföllum og stuðla að efnahagslegu öryggi þjóðarinnar til framtíðar,“ segir í greinargerð frumvarpsins. 

Skylt að fjárfesta í gerningum með lága lánshæfiseinkunn

Fjármálaeftirlitið gerir ýmsar athugasemdir við útfærsluna og vekur til að mynda athygli á að í lögunum er hvergi mælt fyrir um hvernig áhættustýringu skuli háttað. Auk þess sé sú kvöð lögð á sjóðinn að tryggja „dreifða áhættu af fjárfestingum m.a. eftir lánshæfisflokkum“. Með því sé þess krafist að sjóðurinn fjárfesti í fjármálagerningum sem hafa hlotið lága lánshæfiseinkunn. Á hinn bóginn sé ekki kveðið á um dreifða áhættu eftir gjaldmiðlum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár