Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásmundur vill skoða ummæli Pírata

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, hef­ur sent for­sæt­is­nefnd er­indi vegna um­mæla tveggja þing­manna Pírata um end­ur­greiðslu á akst­urs­kostn­aði hans.

Ásmundur vill skoða ummæli Pírata

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi vegna ummæla tveggja þingmanna Pírata um endurgreiðslu aksturskostnaðs hans. Segir hann ummælin „bæði grófar aðdróttanir og fullyrðingar um refsiverða háttsemi mína“. Morgunblaðið greinir frá.

Ásmundur vill að nefndin skoði hvort Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi gerst brotleg við siðareglur fyrir alþingismenn vegna opinberra ummæla sinna um endurgreiðslur þingsins á aksturskostnaði hans. Ásmundur fékk tæpar 23,5 milljónir króna greiddar frá ríkinu vegna aksturs frá árinu 2013.

„Þekkt er í pólitískri baráttu að þingmenn láti miður falleg orð um andstæðinginn falla í umræðu og jafnvel mjög niðrandi,“ skrifar Ásmundur í bréfinu. „Hér er hins vegar um miklu alvarlegri hluti að ræða þar sem ég er sakaður um hegningarlagabrot. Gengið er svo langt í sumum ummælum að fullyrt er að ég hafi framið slík brot. Tel ég að með þessum ummælum sé vegið alvarlega að æru minni.“

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Ásmundi hafi þótt það miður að bréf sitt hafi lekið úr forsætisnefnd. Vonaðist hann til þess að það hefði ekki áhrif á málsmeðferðina. „Það er mjög alvarlegt að forsætisnefnd þingsins sé ekki treyst fyrir erindum sem á hennar borð koma því í fyllingu tímans verða þau öll opinber. Ég er mjög sorgmæddur yfir því,“ segir Ásmundur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár