Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásmundur vill skoða ummæli Pírata

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, hef­ur sent for­sæt­is­nefnd er­indi vegna um­mæla tveggja þing­manna Pírata um end­ur­greiðslu á akst­urs­kostn­aði hans.

Ásmundur vill skoða ummæli Pírata

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi vegna ummæla tveggja þingmanna Pírata um endurgreiðslu aksturskostnaðs hans. Segir hann ummælin „bæði grófar aðdróttanir og fullyrðingar um refsiverða háttsemi mína“. Morgunblaðið greinir frá.

Ásmundur vill að nefndin skoði hvort Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi gerst brotleg við siðareglur fyrir alþingismenn vegna opinberra ummæla sinna um endurgreiðslur þingsins á aksturskostnaði hans. Ásmundur fékk tæpar 23,5 milljónir króna greiddar frá ríkinu vegna aksturs frá árinu 2013.

„Þekkt er í pólitískri baráttu að þingmenn láti miður falleg orð um andstæðinginn falla í umræðu og jafnvel mjög niðrandi,“ skrifar Ásmundur í bréfinu. „Hér er hins vegar um miklu alvarlegri hluti að ræða þar sem ég er sakaður um hegningarlagabrot. Gengið er svo langt í sumum ummælum að fullyrt er að ég hafi framið slík brot. Tel ég að með þessum ummælum sé vegið alvarlega að æru minni.“

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Ásmundi hafi þótt það miður að bréf sitt hafi lekið úr forsætisnefnd. Vonaðist hann til þess að það hefði ekki áhrif á málsmeðferðina. „Það er mjög alvarlegt að forsætisnefnd þingsins sé ekki treyst fyrir erindum sem á hennar borð koma því í fyllingu tímans verða þau öll opinber. Ég er mjög sorgmæddur yfir því,“ segir Ásmundur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár