Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“

Enski fjár­fest­ir­inn Kevin Stan­ford, ann­ar stofn­enda tísku­vöru­versl­un­ar­inn­ar Kar­en Millen, hef­ur átt í 10 ára deil­um við slita­bú Kaupþings um skulda­upp­gjör sitt. Kaupþing hef­ur nú stefnt hon­um út af 12 millj­arða láni til hluta­bréfa­kaupa í bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins 2008.

Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“
Áralangar deilur Kevin Stanford var einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir hrunið 2008 en stendur í málaferlum á Íslandi og í Lúxemborg við Kaupþing út skuldamálum sínum.

Enski fjárfestirinn Kevin Stanford segir að slitabú Kaupþings banka hafi stefnt sér og Karen Millen til að „endurgreiða hagnað af fjársvikum“. Stanford keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 12 milljarða króna í ágúst 2008 og hefur slitabú bankans nú stefnt honum til að endurgreiða lánið, ásamt vöxtum frá árinu 2008, sem hann fékk til að kaupa hlutabréfin af Kaupþingi. Stefnan var þingfest í október síðastliðinn og eru þau Karen krafin um meira en 200 milljónir punda í heild sinni.

Kevin Stanford er annar af stofnendum tískuvöruverslunarinnar Karenar Millen, ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni sem verslanirnar heita eftir. Hjónin seldu Karen Millen-verslanirnar í byrjun aldarinnar fyrir 95 milljónir punda í tveimur hlutum. Fyrst keypti Kaupþing 40 prósent í fyrirtækinu árið 2001 og svo seldu Stanford og Millen afganginn til Baugsfyrirtækisins Mosais Fashions árið 2004.

Túlkun Stanfords á málinu er á þá leið að slitabú bankans sé að reynaað  innheimta skuld sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár