Enski fjárfestirinn Kevin Stanford segir að slitabú Kaupþings banka hafi stefnt sér og Karen Millen til að „endurgreiða hagnað af fjársvikum“. Stanford keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 12 milljarða króna í ágúst 2008 og hefur slitabú bankans nú stefnt honum til að endurgreiða lánið, ásamt vöxtum frá árinu 2008, sem hann fékk til að kaupa hlutabréfin af Kaupþingi. Stefnan var þingfest í október síðastliðinn og eru þau Karen krafin um meira en 200 milljónir punda í heild sinni.
Kevin Stanford er annar af stofnendum tískuvöruverslunarinnar Karenar Millen, ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni sem verslanirnar heita eftir. Hjónin seldu Karen Millen-verslanirnar í byrjun aldarinnar fyrir 95 milljónir punda í tveimur hlutum. Fyrst keypti Kaupþing 40 prósent í fyrirtækinu árið 2001 og svo seldu Stanford og Millen afganginn til Baugsfyrirtækisins Mosais Fashions árið 2004.
Túlkun Stanfords á málinu er á þá leið að slitabú bankans sé að reynaað innheimta skuld sem …
Athugasemdir