Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“

Enski fjár­fest­ir­inn Kevin Stan­ford, ann­ar stofn­enda tísku­vöru­versl­un­ar­inn­ar Kar­en Millen, hef­ur átt í 10 ára deil­um við slita­bú Kaupþings um skulda­upp­gjör sitt. Kaupþing hef­ur nú stefnt hon­um út af 12 millj­arða láni til hluta­bréfa­kaupa í bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins 2008.

Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“
Áralangar deilur Kevin Stanford var einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir hrunið 2008 en stendur í málaferlum á Íslandi og í Lúxemborg við Kaupþing út skuldamálum sínum.

Enski fjárfestirinn Kevin Stanford segir að slitabú Kaupþings banka hafi stefnt sér og Karen Millen til að „endurgreiða hagnað af fjársvikum“. Stanford keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 12 milljarða króna í ágúst 2008 og hefur slitabú bankans nú stefnt honum til að endurgreiða lánið, ásamt vöxtum frá árinu 2008, sem hann fékk til að kaupa hlutabréfin af Kaupþingi. Stefnan var þingfest í október síðastliðinn og eru þau Karen krafin um meira en 200 milljónir punda í heild sinni.

Kevin Stanford er annar af stofnendum tískuvöruverslunarinnar Karenar Millen, ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni sem verslanirnar heita eftir. Hjónin seldu Karen Millen-verslanirnar í byrjun aldarinnar fyrir 95 milljónir punda í tveimur hlutum. Fyrst keypti Kaupþing 40 prósent í fyrirtækinu árið 2001 og svo seldu Stanford og Millen afganginn til Baugsfyrirtækisins Mosais Fashions árið 2004.

Túlkun Stanfords á málinu er á þá leið að slitabú bankans sé að reynaað  innheimta skuld sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár