Konur í þjónustustörfum eru meðal þeirra sem hafa deilt sögum sínum af áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, í MeToo-hópi á Facebook undanfarnar vikur. Konurnar lýsa því að Jón Baldvin hafi áreitt þær eða samstarfsmenn sína kynferðislega þar sem þær hafi veitt honum þjónustu á veitingastöðum, samkomum eða við önnur afgreiðslustörf.
Stundin birtir nú frásagnirnar eftir samtöl við konurnar og með leyfi þeirra. Frásagnirnar eru birtar á þeim grundvelli að þær lýsa upplifun fjölda kvenna af athæfi eins áhrifamesta stjórnmálamanns Íslands á síðustu öld, og að samræmi er í frásögnum þeirra sem lýsir hegðunarmynstri valdamanns af sama meiði og til umræðu hefur verið í samhengi við MeToo-byltinguna hérlendis sem erlendis.
Eitt atvikið átti sér stað á bar í miðborg Reykjavíkur árið 2010. Samkvæmt frásögn kvenkyns barþjóns greip Jón Baldvin hana aftan …
Athugasemdir