Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sendi fjórar beiðnir um nauðungarvistun dóttur sinnar með faxi frá sendiráðinu

Fjór­ar beiðn­ir um nauð­ung­ar­vist­un Al­dís­ar Schram á geð­deild komu með faxi frá föð­ur henn­ar, Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni, þá sendi­herra í Banda­ríkj­un­um. Þing­mað­ur tel­ur að rann­saka þurfi hvort þetta ferli hafi ver­ið mis­not­að í ann­ar­leg­um til­gangi.

Sendi fjórar beiðnir um nauðungarvistun dóttur sinnar með faxi frá sendiráðinu
Aldís Schram Aldís segist hafa verið í litlum samskiptum við Jón Baldvin frá 1991. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, hefur bent á sögur um meint kynferðisbrot hans um áratuga skeið. Hún var nauðungarvistuð sex sinnum á geðdeild, en fjórar beiðnir um nauðungarvistun, sem Stundin hefur undir höndum, bárust með faxi frá Jóni Baldvini á meðan hann var sendiherra erlendis og í litlum samskiptum við dóttur sína.

Bréf Jóns Baldvins frá 1998

Hefur Aldís lengi mótmælt því að vera með geðsjúkdóm og lagt fram vottorð máli sínu til stuðnings. Hún hafi verið í litlum samskiptum við hann frá árinu 1991. Segist hún vonast til þess að faðir sinn stefni sér, svo hún geti lagt fram sönnunargögn um þöggun og valdníðslu.

Beiðnirnar um nauðungarvistun sendi Jón Baldvin á árunum 1998 til 2002, þegar hann var sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Fyrsta beiðnin er handskrifuð á bréfsefni hótelsins The Marquette í Minneapolis og dagsett 12. apríl 1998. „Hér með er staðfest, að ég, undirritaður, sem nánasti aðstandandi dóttur minnar, Aldísar Baldvinsdóttur, sem þarfnast nauðsynlega geðlæknishjálpar veiti fyrir mitt leyti heimild til að svipta hana sjálfræði tímabundið til þess að hún megi öðlast læknishjálp.“ Bréfið er stílað á dómsmálaráðuneytið og undirritað af Jóni Baldvini Hannibalssyni, Washington D.C.

Annað skjal, sem Stundin hefur undir höndum, er stimplað af lögreglustjóranum í Reykjavík og sýnir að aðkoma lögreglunnar að málinu var skráð í málaskrá sem „aðstoð við erlend sendiráð“. Jóni Baldvini var óheimilt að nota bréfsefni sendiráðsins og starfstitil sinn í persónulegum tilgangi.

Næsta bréf sendi Jón Baldvin 20. nóvember sama ár til geðdeildar Landspítalans með faxi frá sendiráðinu og undirritað af honum sem sendiherra. Segir í bréfinu að beiðnin um nauðungarvistun komi frá Aldísi sjálfri, auk þess sem henni fylgir beiðni um tímabundna sviptingu lögræðis hennar til „dómsmálayfirvalda“ ef þörf sé talin á vistun umfram skammtímavistun á geðdeild.

Aðstoð við erlend sendiráðNauðungarvistun Aldísar er skráð í málaskrá lögreglunnar.

Þriðja bréfið sendi Jón Baldvin beint til Áslaugar Þórarinsdóttur, lögfræðings í dómsmálaráðuneytinu, 29. janúar 2001. Skrifar hann undir það sem sendiherra og er það sent með faxi á bréfsefni sendiráðsins. Það fjórða sendi Jón Baldvin vakthafandi geðlækni á Landspítalanum þann 12. apríl 2002. Aftur skrifar hann undir það sem sendiherra og sendir með faxi á bréfsefni sendiráðsins.

Aðstandendur almennt teknir trúanlegir

Að sögn þeirra geðlækna sem Stundin hefur rætt við og þekkja til málaflokksins eru aðstandendur almennt teknir trúanlegir hvað varðar lýsingar á andlegu heilsufari náinna ættingja. Það sé því ekki fyrr en eftir að lögregla hefur fært manneskju á geðdeild sem afstaða sé tekin til þess hvort þörf sé á frekari vistun. Samkvæmt lögum er krafa gerð um að manneskjan sé haldin „alvarlegum geðsjúkdómi“ eða alvarlegri fíkn til að vistun sé réttlætanleg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár