Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

OECD: Mikilvægt að beita skattkerfinu gegn ójöfnuði

26 rík­ustu menn í heim­in­um eiga álíka mik­inn auð og fá­tæk­ari helm­ing­ur mann­kyns sam­kvæmt nýrri skýrslu Oxfam. Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur er hag­kvæm leið til að sporna gegn ójöfn­uði að mati sér­fræð­inga OECD en skatt­lagn­ing heild­ar­eigna get­ur einnig kom­ið að gagni ef út­færsl­an er skyn­sam­leg.

OECD: Mikilvægt að beita skattkerfinu gegn ójöfnuði
Fjármagnstekjuskattur ekki nóg „Sterk rök hníga að því að skattkerfinu sé beitt til að draga úr eignaójöfnuði,“ segir í skýrslu sérfræðingahóps OECD um skattlagningu heildareigna Mynd: Af vef International Institute for Sustainable Development

Rík­ustu 26 menn í heimi eiga álíka mik­inn auð og fátæk­ari helm­ingur mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam um ójöfnuð í heiminum. Bilið milli ríkra og fátækra hefur breikkað umtalsvert undanfarin ár og mun halda því áfram nema tekið verði í taumana. Þar skiptir höfuðmáli að mati skýrsluhöfunda að skattleggja fjármagn, fyrirtæki og háartekjur af miklu meiri þunga en nú er gert víðast hvar í heiminum. „Ríkasta fólkið og fyrirtæki þess eru undirskattlögð,“ segir í skýrslunni.

Tekjustofnar rýrðirHér má sjá hvernig skattar á hæstu tekjur, fyrirtækjaskattar og erfðafjárskattar hafa lækkað í heiminum undanfarna áratugi.

Á undanförnum árum hefur umræða um ójöfnuð og slæma fylgifiska hans orðið æ háværari um allan heim. Fræðimenn hafa dregið fram gögn sem benda til þess að ójöfn dreifing eigna og tekna haldist jafnan í hendur við aukna glæpatíðni, fátækt og félagsleg vandamál. Þá hafa OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gefið út skýrslur þar sem leidd eru rök að því að ójöfnuður sé beinlínis þjóðhagslega óhagkvæmur og hamli hagvexti.

Í fyrra gaf sérfræðingahópur á vegum OECD út ítarlega skýrslu um skattlagningu heildareigna (e. net wealth taxes). „Eignaójöfnuður er miklu meiri en tekjuójöfnuður og ýmislegt bendir til þess að eignaójöfnuður hafi aukist undanfarna áratugi,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar en höfundar telja „sterk rök hníga að því að skattkerfinu sé beitt til að draga úr eignaójöfnuði“.

Alla jafna sé fjármagnstekjuskattur heppilegri en skattur á heildareignir. Hins vegar dugi fjármagnstekjuskattur ekki einn og sér til að draga úr ójöfnuði; einnig þurfi eignaskatta af einhverju tagi og þar sé erfðafjárskattur einna hagkvæmastur og sanngjarnastur.

Lágur fjármagnstekjuskattur kalli á aukna skattlagningu eigna

Höfundar OECD-skýrslunnar telja þó að í ríkjum þar sem fjármagnstekjuskatturinn sé mjög lágur hnígi miklu sterkari rök að skattlagningu heildareigna heldur en annars staðar.

Á Íslandi er fjármagnstekjuskatturinn aðeins 22 prósent, lægri en í nágrannalöndunum og miklu lægri en skattur á launatekjur. Þetta lága skatthlutfall hefur til að mynda verið réttlætt með því að hagkerfið sé lítið, gjaldmiðillinn óstöðugur, verðstöðugleiki minni en annars staðar og skattstofn fjármagnstekjuskattsins hvikur. 

Oddvitar vinstristjórnarinnarJóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Auðlegðarskatturinn sem vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigufússonar innleiddi til skamms tíma lagðist á uppsafnaðar heildareignir: hreina eign einstaklings yfir 75 milljónum króna og eign hjóna yfir 100 milljónum en skatthlutfallið var á bilinu 1,25 til 2 prósent.

Þegar mest lét skilaði skatturinn tæpum 12 milljörðum í ríkissjóð. Honum var helst fundið til foráttu að dæmi væru um að hann bitnaði á tekjulitlum eldri borgurum með eignir bundnar í skuldlitlu eða skuldlausu húsnæði. Staðtölur ríkisskattstjóra sýna þó að skatturinn var að langstærstum hluta greiddur af tekjuhæstu hópum íslensks samfélags.

Tekjulitlir greiddu 4 prósent auðlegðarskattsins

Á síðasta árinu sem auðlegðarskatturinn var innheimtur – þegar skatturinn var hæstur og fríeignamark hans lægst – stóðu tekjuhæstu 20 prósent hjóna undir 77 prósentum af öllum auðlegðarskatti hjóna. Um leið greiddu tekjuhæstu 20 prósent einstaklinga 87 prósent af öllum auðlegðarskatti einstaklinga.

Dæmin um tekjulitla eldri borgara sem greiddu auðlegðarskatt eru vissulega til, en þau eru undantekningar: alls lentu aðeins 4 prósent af auðlegðarskattinum á þeim einstaklingum og hjónum sem tilheyrðu tekjulægsta fimmtungi Íslendinga árið 2013.

Það að hópurinn sé fámennur ógildir þó ekki fyrrnefnd rök gegn auðlegðarskattinum. Með breyttri útfærslu mætti hins vegar fyrirbyggja að auðlegðarskatturinn bitni illa á þessum fámenna hópi. Ein leiðin væri að undanskilja heimili fólks, þ.e. þá fasteign sem skattaðilar nýta til eigin búsetu, frá skattstofninum. Á móti væri hægt að hafa fríeignamarkið lægra en það var. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár