Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir Sigmund Davíð skulda sér fyrir rangeygða dagatalið

Hönn­uð­ur daga­tala sem sýna stjórn­mála­menn sem rang­eygða seg­ir Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son skulda sér 1.500 krón­ur fyr­ir ein­tak.

Segir Sigmund Davíð skulda sér fyrir rangeygða dagatalið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ekki greitt fyrir dagatal sem sýnir hann rangeygðan.

Þetta segir Erlingur Sigvaldason, nemandi í Verslunarskóla Íslands, sem hannaði „Hið rangeygða almanak“. Á dagatalinu eru myndir af stjórnmálamönnum sem gerðir hafa verið rangeygðir með hjálp myndvinnsluforrits. Keyptu margir þeirra eintök á 1.500 krónur stykkið, meðal annars Sigmundur Davíð, og voru þau afhent í desember.

Aðspurður segir Erlingur alla þingmenn sem þáðu dagatal hafa greitt sér fyrir, fyrir utan Sigmund Davíð. „Allir greiddu með reiðufé nema Bjarni Ben og Steingrímur J,“ segir Erlingur. „En Bjarni Auraði á mig og Steingrímur millifærði. Sigmundur sagðist vilja kaupa dagatal, aðstoðarmaðurinn fékk reikningsnúmer og er ekkert að frétta síðan 11. desember.“

Hið rangeygða almanakSigmundur Davíð og Vigdís Hauksdóttir voru meðal þeirra stjórnmálamanna sem árituðu styktareintak sem boðið var upp.

Í lok desember bauð Erlingur upp eintök af dagatalinu, þar á meðal eitt sem allir stjórnmálamennirnir, fyrir utan Guðna Th. Jóhannesson forseta, höfðu áritað. Uppboðinu á dagatölunum lauk 2. janúar og rennur allur ágóði óskiptur til Barnaspítala Hringsins.

Uppfært kl. 12:30: Erlingur segir að í kjölfar birtingu fréttarinnar hafi hann fengið millifærslu frá aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs upp á 1.500 kr.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár