Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.

Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Ekki litið til stjórnsýslulaga Nefndarmönnum var ekki gert að meta hæfi sitt með hliðsjón af hæfisreglum stjórnsýsluréttar þegar erindi Björns Levís um akstursgreiðslur voru tekin fyrir. Mynd: Alþingi

Nefndarmenn forsætisnefndar fengu ekki tilmæli um að meta hæfi sitt á grundvelli hæfisreglna stjórnsýsluréttar þegar erindi Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um akstursgreiðslur þingmanna og meint brot á siðareglum voru tekin fyrir. 

Þetta staðfestir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Hann segir að mál Björns Levís hafi ekki fengið „stöðu siðareglumáls“ og að við afgreiðslu forsætisnefndar á erindinu hafi ekki verið til staðar álitamál er snertu hæfi forsætisnefndarmanna. 

Helgi Bernódussonskrifstofustjóri Alþingis

„Loks í þriðja lagi, þegar ljóst var að erindið uppfyllti ekki skilyrði um meðferð siðareglumála, var ekki tilefni til þess að beina því til allra þingmanna eða eftir atvikum til tilgreindra þingmanna hvort þeir gerðu athugasemd við hæfi nefndarmanna,“ skrifar hann. 

Athygli vakti þann 17. desember síðastliðinn þegar allir nefndarmenn forsætisnefndar lýstu sig vanhæfa til að fjalla um Klaustursmálið svokallaða með vísan til hæfisreglna stjórnsýsluréttar, meðal annars vegna ummæla sem þau höfðu áður látið falla um framgöngu þeirra sex þingmanna sem slepptu af sér beislinu á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn. 

Við afgreiðslu forsætisnefndar á erindum Björns Levís Gunnarssonar fyrr á árinu komu hins vegar hæfisreglur stjórnsýsluréttar hvergi við sögu. Nefndarmenn sem höfðu tjáð sig frjálslega um aksturskostnað og tengd málefni, t.d. Brynjar Níelsson 2. varaforseti sem kom Ásmundi Friðrikssyni til varnar á Facebook í febrúar, töldu ekki ástæðu til að segja sig frá afgreiðslu þess máls. 

Helgi Bernódusson segir að líta verði til þess að fyrra erindi Björns Levís, sem svarað var með bréfi forseta Alþingis þann 8. maí síðastliðinn, hafi beinst að „þeirri ósk þingmannsins að almenn athugun færi fram á endurgreiðslu aksturskostnaðar til alþingismanna og hvort forsætisnefnd væri almennt hæf til þess að fjalla um slík mál á grundvelli siðareglna“. Þar hafi ekki verið til umfjöllunar tilgreint hátterni einstaks þingmanns. 

Forsætisnefnd AlþingisNefndin skipuleggur þinghald og setur almennar reglur um rekstur þingsins.

Þá fullyrðir Helgi að akstursgreiðslumálin séu ekki sambærileg Klaustursmálinu sem forsætisnefnd og siðanefnd munu taka til umfjöllunar eftir hátíðarnar. „Loks er rétt að benda á að erindi þingmannsins og erindi það sem lýtur að hátterni umræddra þingmanna eru ekki sambærileg eins og augljóst má vera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár