Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er andvígur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og telur ekki þörf á slíkri endurskoðun. Sú afstaða Bjarna er í mótsögn við stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Þetta má lesa út úr bókun Bjarna á fundi formanna stjórnmálaflokka þeirra sem sæti eiga á Alþingi um stjórnarskrármálið. Umræddur fundur fór fram 8. október síðastliðinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Í fundargerð kemur fram að til umræðu hafi verið II. kafli stjórnarskrárinnar. Þá kemur einnig fram að Bjarni hafi viljað láta færa til bókar að hann telji „að ekki sé þörf fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar heldur sé ráð að vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði. Hann beri samt virðingu fyrir að menn sjái þetta með mismunandi hætti en hann telji að hópurinn sé kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða.“ …
Athugasemdir