Það var skammt stórra högga á milli í erlendum fréttum á árinu sem er að líða og mörg mál enn óuppgerð. Nokkrar stærstu fréttir ársins 2018 munu því sennilega halda áfram að vera ofarlega á baugi á komandi ári.
Rússar, Rússar alls staðar!
Rússar fóru víða á árinu og þóttust margir sjá áhrifa þeirra gæta á hinum og þessum stöðum. Rússneskir útsendarar sæta nú meðal annars rannsókn fyrir að hagræða bandarískum forsetakosningunum, eitra fyrir njósnurum á breskri grundu, stunda umfangsmiklar tölvuárásir og svo mætti lengi telja.
Nú síðast þurftu ráðamenn í Kreml að verjast ásökunum um að þeir stæðu að baki mótmælunum í Frakklandi sem kennd eru við gul vesti. Rússagrýlan lifir góðu lífi sama hvort afskipti Rússa eru í raun mikil eða engin.
Mál Sergei Skripal var einkennilegt svo ekki …
Athugasemdir