Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti

Dæmd­ur í tíu mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir að hafa þvætt­að á bil­inu 49 til 57 millj­ón­ir króna. Eini Ís­lend­ing­ur­inn í Pana­maskjöl­un­um sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir það sem þar kom fram.

Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti
Dæmdur í fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson var í morgun dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Mynd: Pressphotos

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var fyrr í dag dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus var ákærður í ágúst síðastliðnum fyrir að hafa þvættað á bilinu 49 til 57 milljónir króna sem í ákæru voru sagðar ávinningur af skattsvikum sem framin hefðu verið fyrir meira en áratug síðan. Um var að ræða umboðslaun og þóknanir sem Júlíus fékk greidd vegna starfa sinna hjá hjá bifreiðaumboðinu Ingvari Helgasyni og voru umræddar greiðslur geymdar á bankareikningum erlendis.

Í ákærunni kom fram að Júlíus hefði á árunum 2010 geymt andvirði 131 til 146 milljóna króna á bankareikningi í bankanum UBS á Jersey en hefði árið 2014 fært þá fjármuni inn á reikning í svissneska bankanum Julius Bär og hefðu þeir þar verið geymdir í aflandsfélaginu Silwood Foundation. Nafn félagsins og Júlíusar var að finna í Panamaskjölunum

Við þingfestingu í september síðastliðnum neitaði Júlíus sök og hélt því fram að málareksturinn væri tilkominn vegna fyrri starfa hans í stjórnmálum. Sagði hann einnig að ávirðingar sem á hann voru bornar í þætti Kastljóss Ríkisútvarpsins, meðal annars af systkinum hans, væru „rakalaus þvættingur frá óvildarmönnum“.

Björn Þorvaldsson saksóknari fór fram á að Júlíus yrði dæmdur í átta til tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi enda væri brotin ósvífin og taka bæri hart á þeim. Sem fyrr segir var Júlíus dæmdur í tíu mánaða fangelsi og er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Júlíus var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár