Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

Fimm karl­ar hafa skil­að um­sögn­um um frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra en eng­in kona. Birg­ir Þór­ar­ins­son þing­mað­ur Mið­flokks­ins tel­ur frum­varp­ið stang­ast á við kristi­leg gildi: „Er þetta frum­varp hinn sanni jóla­andi rík­is­stjórn­ar­inn­ar?“

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
Karla og konur greinir stundum á um réttinn til þungunarrofs. Mynd: Shutterstock

Fimm karlmenn hafa sent velferðarnefnd Alþingis umsagnir vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til nýrra heildarlaga um þungunarrof og mæla þeir allir eindregið gegn frumvarpinu.

„Mér finnst það ógeðslegt,“ skrifar einn þeirra, tónlistarmaðurinn Jónas Sen og bætir við: „Það stríðir gegn sannfæringu minni um virðingu fyrir mannslífi.“ 

Í frumvarpi Svandísar er lagt til, í samræmi við tillögur ljósmæðra og fæðingarlækna, að þungunarrof verði leyft fram að 22. viku meðgöngu. Yfirlýst markmið laganna er að tryggja konum sjálfsforræði og fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að þessum tíma, óháð því hvað liggur að baki ákvörðuninni. Eftir lok 22. viku þungunar verði svo heimilt að framkvæma þungunarrof ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu við áframhaldandi þungun eða ef fóstur telst ekki lífvænlegt til frambúðar.

Tók dæmi um par, framhjáhald og reiða konu

Frumvarpið var lagt fram 22. nóvember síðastliðinn og virðist nokkuð breið samstaða um meginefni þess.

Þó hafa þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins gagnrýnt harðlega áform um að veita almenna heimild til þungunarrofs allt til 22. viku. „Það skal tekið fram að við erum ekki að tala um fóstur á þessum tíma heldur ófullburða barn í móðurkviði,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í umræðum um málið á þriðjudag. 

„Við skulum taka dæmi sem við þekkjum mjög mikið í samfélaginu. Það er kannski yndislegt par og það á von á barni, en allt í einu kastast í kekki og konan er komin 20 vikur á leið. Þau ætluðu jú að eiga barnið. Það var hamingja. En eitthvað kom upp á, við skulum bara segja kannski framhjáhald. Hver hefur ekki heyrt það hugtak? Allt í einu þá verður kona reið og segir nei: Ég ætla ekki að eiga þér barn! Nei. ég vil ekki sjá þetta. Ég ætla að fara í fóstureyðingu! Hver er þá réttur barnsins? Hvers vegna tölum við eins og lífið skipti ekki máli?“

Á skjön við kristileg gildi

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi einnig frumvarpið. „Löggjöf sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til að dauðann ber að dyrum með eðlilegum og óviðráðanlegum hætti,“ sagði Birgir og vitnaði meðal annars í ályktun Kirkjuþings frá 1987 máli sínu til stuðnings. „Er þetta frumvarp hinn sanni jólaandi ríkisstjórnarinnar? Ég styð það ekki. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar.“

Frumvarp Svandísar gekk til velferðarnefndar á þriðjudag og sendi nefndin út tugi umsagnabeiðna í gær, meðal annars til félagasamtaka, trúfélaga, heilbrigðisstofnana og fagfólks. Þegar þetta er ritað hafa fimm umsagnir borist og verið birtar á vef Alþingis, en þær eru allar frá körlum. Enginn þeirra lýsir ánægju með frumvarpið. 

„Heimild til deyðingar“

Ólafur Þórisson guðfræðingur er afar harðorður og telur að með frumvarpinu sé verið að heimila manndráp. „Í ofangreindu frumvarpi, er veitt heimild til deyðingar á lifandi fóstri, til og með 18. viku meðgöngu, þar sem löngu er hafinn vöxtur bæði á höfði og útlimum hins ófædda barns. Þungunarrof felur í sér að bæði höfuð og útlimir hins ófædda barns eru sniðin af. Slíkt ef með öllu óásættanlegt, og felur í sér manndráp á hinu ófædda barni, sem er með öllu ótækt í siðuðu mannlegu samfélagi, og er andstætt grunnreglum Sameinuðu Þjóðanna, varðandi verndun allra barna, fæddra sem ófæddra,“ skrifar Ólafur. Tekið skal fram að túlkun Ólafs á „grunnreglum Sameinuðu þjóðanna“ er ekki í takt við þann skilning á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna sem er viðtekinn víðast hvar í Evrópu.  

Vill koma á fót embætti umboðsmanns ófæddra barna

Sigurður Ragnarsson gagnrýnir einnig frumvarpið, telur að í greinargerð þess skorti umræðu um réttindi ófæddra barna og veltir því upp hvort ef til vill sé tilefni til að koma á laggirnar „embætti umboðsmanns ófæddra barna“. Sigurður furðar sig líka á því að ekki sé litið til Bandaríkjanna í umfjöllun um löggjöf annarra ríkja sem birtist í greinargerð frumvarpsins. 

Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, skilaði velferðarnefnd ítarlegustu umsögninni og fjallar þar um áhættuþætti og áhrif fóstureyðinga á líf og heilsufar kvenna. „Það er fagleg skoðun undirritaðs að það skuli leitast við að láta konur fullklára meðgönguna,“ skrifar hann.

„Afar mikilvægt er að barnshafandi kona fái ítarlegar upplýsingar um þær aukaverkanir og þær hættur sem fylgja þeirri ákvörðun að binda enda á meðgönguna. Ákvörðun um slíkt meðgöngurof snertir ekki bara móður og föður heldur einnig hinn ófædda einstakling (sem virðist ekki eiga sér talsmann).“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár