Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“

Fimm karl­ar hafa skil­að um­sögn­um um frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra en eng­in kona. Birg­ir Þór­ar­ins­son þing­mað­ur Mið­flokks­ins tel­ur frum­varp­ið stang­ast á við kristi­leg gildi: „Er þetta frum­varp hinn sanni jóla­andi rík­is­stjórn­ar­inn­ar?“

Karlar mótmæla lögum um þungunarrof: „Mér finnst það ógeðslegt“
Karla og konur greinir stundum á um réttinn til þungunarrofs. Mynd: Shutterstock

Fimm karlmenn hafa sent velferðarnefnd Alþingis umsagnir vegna frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til nýrra heildarlaga um þungunarrof og mæla þeir allir eindregið gegn frumvarpinu.

„Mér finnst það ógeðslegt,“ skrifar einn þeirra, tónlistarmaðurinn Jónas Sen og bætir við: „Það stríðir gegn sannfæringu minni um virðingu fyrir mannslífi.“ 

Í frumvarpi Svandísar er lagt til, í samræmi við tillögur ljósmæðra og fæðingarlækna, að þungunarrof verði leyft fram að 22. viku meðgöngu. Yfirlýst markmið laganna er að tryggja konum sjálfsforræði og fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að þessum tíma, óháð því hvað liggur að baki ákvörðuninni. Eftir lok 22. viku þungunar verði svo heimilt að framkvæma þungunarrof ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu við áframhaldandi þungun eða ef fóstur telst ekki lífvænlegt til frambúðar.

Tók dæmi um par, framhjáhald og reiða konu

Frumvarpið var lagt fram 22. nóvember síðastliðinn og virðist nokkuð breið samstaða um meginefni þess.

Þó hafa þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins gagnrýnt harðlega áform um að veita almenna heimild til þungunarrofs allt til 22. viku. „Það skal tekið fram að við erum ekki að tala um fóstur á þessum tíma heldur ófullburða barn í móðurkviði,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í umræðum um málið á þriðjudag. 

„Við skulum taka dæmi sem við þekkjum mjög mikið í samfélaginu. Það er kannski yndislegt par og það á von á barni, en allt í einu kastast í kekki og konan er komin 20 vikur á leið. Þau ætluðu jú að eiga barnið. Það var hamingja. En eitthvað kom upp á, við skulum bara segja kannski framhjáhald. Hver hefur ekki heyrt það hugtak? Allt í einu þá verður kona reið og segir nei: Ég ætla ekki að eiga þér barn! Nei. ég vil ekki sjá þetta. Ég ætla að fara í fóstureyðingu! Hver er þá réttur barnsins? Hvers vegna tölum við eins og lífið skipti ekki máli?“

Á skjön við kristileg gildi

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi einnig frumvarpið. „Löggjöf sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til að dauðann ber að dyrum með eðlilegum og óviðráðanlegum hætti,“ sagði Birgir og vitnaði meðal annars í ályktun Kirkjuþings frá 1987 máli sínu til stuðnings. „Er þetta frumvarp hinn sanni jólaandi ríkisstjórnarinnar? Ég styð það ekki. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar.“

Frumvarp Svandísar gekk til velferðarnefndar á þriðjudag og sendi nefndin út tugi umsagnabeiðna í gær, meðal annars til félagasamtaka, trúfélaga, heilbrigðisstofnana og fagfólks. Þegar þetta er ritað hafa fimm umsagnir borist og verið birtar á vef Alþingis, en þær eru allar frá körlum. Enginn þeirra lýsir ánægju með frumvarpið. 

„Heimild til deyðingar“

Ólafur Þórisson guðfræðingur er afar harðorður og telur að með frumvarpinu sé verið að heimila manndráp. „Í ofangreindu frumvarpi, er veitt heimild til deyðingar á lifandi fóstri, til og með 18. viku meðgöngu, þar sem löngu er hafinn vöxtur bæði á höfði og útlimum hins ófædda barns. Þungunarrof felur í sér að bæði höfuð og útlimir hins ófædda barns eru sniðin af. Slíkt ef með öllu óásættanlegt, og felur í sér manndráp á hinu ófædda barni, sem er með öllu ótækt í siðuðu mannlegu samfélagi, og er andstætt grunnreglum Sameinuðu Þjóðanna, varðandi verndun allra barna, fæddra sem ófæddra,“ skrifar Ólafur. Tekið skal fram að túlkun Ólafs á „grunnreglum Sameinuðu þjóðanna“ er ekki í takt við þann skilning á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna sem er viðtekinn víðast hvar í Evrópu.  

Vill koma á fót embætti umboðsmanns ófæddra barna

Sigurður Ragnarsson gagnrýnir einnig frumvarpið, telur að í greinargerð þess skorti umræðu um réttindi ófæddra barna og veltir því upp hvort ef til vill sé tilefni til að koma á laggirnar „embætti umboðsmanns ófæddra barna“. Sigurður furðar sig líka á því að ekki sé litið til Bandaríkjanna í umfjöllun um löggjöf annarra ríkja sem birtist í greinargerð frumvarpsins. 

Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, skilaði velferðarnefnd ítarlegustu umsögninni og fjallar þar um áhættuþætti og áhrif fóstureyðinga á líf og heilsufar kvenna. „Það er fagleg skoðun undirritaðs að það skuli leitast við að láta konur fullklára meðgönguna,“ skrifar hann.

„Afar mikilvægt er að barnshafandi kona fái ítarlegar upplýsingar um þær aukaverkanir og þær hættur sem fylgja þeirri ákvörðun að binda enda á meðgönguna. Ákvörðun um slíkt meðgöngurof snertir ekki bara móður og föður heldur einnig hinn ófædda einstakling (sem virðist ekki eiga sér talsmann).“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár