Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð

„Held við sé­um fleiri en hún ein sem rek­um okk­ar fyr­ir­tæki á heið­ar­leg­an máta og borg­um laun eins og all­ir aðr­ir,“ seg­ir eig­andi Jóreykja.

Bauð 35 þúsund króna byrjendalaun en gagnrýndi umræðu um félagsleg undirboð
Eigandi Jóreykja Gagnrýndi félagsleg undirboð en bauð laun langt undir samningum sjálf. Mynd: Shutterstock

Eigandi hestaleigunnar Jóreykja ehf. á Sturlureykjum kvartaði undan ósanngjarnri umræðu um félagsleg undirboð í hestabransanum á Facebook en hefur sjálf boðið vinnu fyrir 35 þúsund króna byrjendalaun og reiðfatnað.

Nýlega birtust viðtöl við Bergljótu Rist, hestaleiðsögumann og eiganda Íslenska hestsins, í Samfélaginu á Rás 1 og Kastljósi þar sem hún gagnrýndi tregðu hestaleigufyrirtækja til að greiða starfsfólki laun í samræmi við kjarasamninga.

Vitnaði hún meðal annars í umfjöllun Stundarinnar frá 29. mars þar sem fram kom að fjöldi íslenskra hestaleiga sparaði sér tugi milljóna á hverju ári með félagslegum undirboðum og öðlaðist þannig gríðarlegt samkeppnisforskot gagnvart þeim fyrirtækjum sem fylgja lögum og reglum.

„Þetta eru oft ungar stúlkur sem koma frá útlöndum og vilja komast á hestbak á Íslandi og eru tilbúnar að gera þetta fyrir engan eða lítinn pening og þetta nýta atvinnurrekendur sér, nýta sér vinsældir íslenska hestsins og fá fólk til að vinna fyrir sig og taka svo launin þeirra,“ sagði hún.

Umræða um málið fór af stað á Facebook-hópnum Hestar og reiðmenn og lagði meðal annars Hrafnhildur Guðmundsdóttir, annar af eigendum hestaleigunnar Jóreykja ehf. á Sturlureykjum, orð í belg. „Verð nú að viðurkenna að ég er alls ekki sammála,“ sagði hún og bætti við að sér þætti fáránlegt að setja alla í hestatengdri ferðaþjónustu undir sama hatt. „Held við séum fleiri en hún ein sem rekum okkar fyrirtæki á heiðarlegan máta og borgum laun eins og allir aðrir.“ 

„Við getum líka boðið þér fínan reiðfatnað“

Stundin fjallaði um málefni hestaleigufyrirtækja í vor og hafði samband við tugi hestaleigufyrirtækja undir dulnefninu Sara Larsen. Sara sagðist vera 19 ára hestakona frá Danmörku í leit að vinnu á Íslandi. Á meðal fyrirtækja sem buðu Söru að koma og vinna hjá sér á kjörum langt undir kjarasamningum og lágmarkslaunum eru Sólhestar í Borgargerði, Geysir hestar í Bláskógabyggð og Hestasport í Varmahlíð.

Alhestar í Þorlákshöfn buðu 50 þúsund krónur á mánuði ásamt mat og húsaskjóli og hjá hestaleigunum Hömluholti og Leirubakka eru launin enn lægri, eða 30 þúsund krónur á mánuði 

Fyrirtækið Jóreykir kom einnig fyrir í umfjölluninni, en þegar Sara sendi starfsumsókn þangað svaraði Hrafnhildur Guðmundsdóttir og bauð henni vinnu hjá þeim fyrir 35 þúsund króna byrjendalaun. „Svo sjáum við hvernig þér líkar þetta. Við getum líka boðið þér fínan reiðfatnað, t.d. reiðjakka, ef þú vilt,“ segir í tölvupósti Hrafnhildar. Eftir að umfjöllun Stundarinnar barst í tal innan Facebook-hópsins fjarlægði Hrafnhildur athugasemd sína um að það væri „fáránlegt að setja alla í hestatengdri ferðaþjónustu undir sama hatt“.

Mikið um ólaunaða vinnu hjá hestaleigum

Samkvæmt íslenskum lögum eru sjálfboðastörf einungis réttlætanleg þegar um er að ræða vinnu fyrir mannúðar- eða hjálparsamtök, verkefni sem lúta að náttúruvernd eða störf sem ellegar væru ekki unnin. Um önnur störf gilda ákvæði kjarasamninga.

Á vef Alþýðusambands Íslands er bent á að ólaunuð vinna við „efnahagslega starfsemi“ – það er framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði, oftast í hagnaðarskyni og í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi – feli í sér óásættanleg undirboð.

Hestaleigur eru nefndar sérstaklega sem dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem mikið er um ólaunaða vinnu í trássi við lög og reglur. Eins og bent er á í minnisblaði ASÍ um ólaunaða vinnu frá 2015 er slík vinna nær aldrei talin fram til skatts og má því ætla að sameiginlegir sjóðir verði af umtalsverðum fjármunum vegna brotanna í hestaleigugeiranum. 

Fæði og húsnæði geta vissulega verið hluti endurgjalda fyrir vinnu, þá með þeim hætti að atvinnurekandi hafi heimild til að draga slíkt af launum starfsmanna. Slíkt er hins vegar háð miklum takmörkunum og skilyrðist af því að kjarasamningum sé fylgt, ráðningarsamningur gerður og launaseðill með viðeigandi frádráttarliðum gefinn út. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vinnumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu