Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Efling segir eftirlitsstofnanir fjársveltar – Ásmundur bindur vonir við ný lög

„Við krefj­umst þess að yf­ir­völd hætti að snúa blinda aug­anu að þeim stór­kost­lega vanda sem rík­ir þeg­ar kem­ur að að­bún­aði og af­komu er­lends verka­fólks,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi.

Efling segir eftirlitsstofnanir fjársveltar – Ásmundur bindur vonir við ný lög
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Ásmundur Einar Daðason er félagsmálaráðherra.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, vonar að ný lög sem auka heimildir Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar við eftirlit á vinnustöðum muni torvelda brotastarfsemi á vinnumarkaði. Háttsemi af því tagi sem lýst var í fréttaskýringaþættinum Kveiki í gær verði að stöðva og draga þá sem brotin fremja til ábyrgðar. 

Stundin fjallaði ítarlega um brot gegn útlendingum á íslenskum vinnumarkaði í fyrra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem birtist á vef ráðuneytisins í dag, en þar er vísað til breytinga á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og fleiri lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum og tóku gildi þann 1. ágúst. Yfirlýst markmið laganna er að tryggja að laun og önnur starfskjör starfsmanna sem erlend fyrirtæki senda tímabundið til landsins séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga og einnig að bæta yfirsýn stjórnvalda yfir eðli og umfang þessara mála. 

„Ásmundur Einar bendir á að þar sem stutt sé liðið frá gildistöku laganna eigi virkni þeirra eftir að koma að fullu í ljós,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. „Reynslan sýni að brot á vinnumarkaði snúist oft um mun fleiri þætti en kjarasamninga eina og sér og varði gjarna löggjöf á ýmsum sviðum. Því skipti miklu máli að eftirlitsaðilar geti miðlað upplýsingum sín á milli til að eftirlitið skili fullnægjandi árangri.“ 

DV greindi frá því árið 2016 að verkamaður hefði verið hlunnfarinn á kúabúi föður Ásmundar Einars þar sem Ásmundur og eiginkona hans, Sunna Birna Helgadóttir, áttu þá lögheimili. Sunna var stjórnarmaður og prókúruhafi Þverholtabúsins ehf. sem hélt utan um rekstur kúabúsins þegar brotin áttu sér stað en íslenskur verkamaður sem sinnti bústörfum á stórbýlinu þurfti að leita til Stéttarfélags Vesturlands til að fá greidd lágmarkslaun. Í ljós kom að vinnuveitandinn hafði ekki greitt dagvinnulaun í samræmi við kjarasamning allt árið 2015. „Hluti af því sem stráknum var greitt í hverjum mánuði voru dagpeningar til að lyfta laununum upp. Það eru skattsvik. Það er ekki greidd staðgreiðsla af dagpeningum eða greitt orlof eða í lífeyrissjóð. En dagpeningarnir komu honum heldur ekki yfir lágmarkslaunin,“ sagði Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands, í viðtali við DV þegar fjallað var um málið

Fjallað var um slæma stöðu útlendinga á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær. Í viðtölum við útlendinga kom fram að margir hefðu verið hlunnfarnir og búið við ömurlegar aðstæður, verið fengnir til landsins á fölskum forsendum og þurft að vinna fyrir lægri laun en Íslendingar í sama starfi.

Eins og Stundin greindi frá í mars síðastliðnum er afar algengt að atvinnurekendur brjóti á erlendum starfsmönnum íslenskra starfsmannaleiga, fólki sem er jaðarsett í samfélaginu, greiðir meira fyrir leigu en gengur og gerist og leigir gjarnan húsnæði af vinnuveitanda sínum. 60 prósent þeirra mála sem lentu á borði Eflingar stéttafélags vegna launamála og réttinda starfsmanna árið 2017 sneru að launafólki af erlendum uppruna.

„Núverandi ástand er óásættanlegt og ekki boðlegt að eftirlitsstofnanir séu fjársveltar eða að stjórnmálamenn láti eins og vandamálin séu ekki til staðar eða leysist af sjálfu sér,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Eflingar. „Efling-stéttarfélag krefst þess að erlent verkafólk sem hingað kemur til að starfa njóti fullra lög- og samningsbundinna réttinda. Við krefjumst þess að yfirvöld hætti að snúa blinda auganu að þeim stórkostlega vanda sem ríkir þegar kemur að aðbúnaði og afkomu erlends verkafólks.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vinnumál

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu