Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigandi starfsmannaleigu sætti ofbeldi og hótunum: „Það er nú mitt mission in life að koma þér illa“

Eig­andi Verk­leig­unn­ar kærði fyrr­ver­andi skrif­stofu­starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins til lög­reglu fyr­ir fjár­drátt og hef­ur sjálf­ur sætt skatt­rann­sókn vegna meintra skatta­laga­brota upp á tugi millj­óna. Tveir menn réð­ust á hann.

Eigandi starfsmannaleigu sætti ofbeldi og hótunum: „Það er nú mitt mission in life að koma þér illa“
Hefur ekki átt sjö dagana sæla Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis telur lögreglu hafa farið offari og misbeitt valdi gegn sér.

Ingimar Skúli Sævarsson, eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis, sem var handtekinn og yfirheyrður í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu gegn vegabréfafölsun í byrjun mánaðarins, hefur sætt skattrannsókn vegna meintra skattalagabrota Verkleigunnar, starfsmannaleigu sem hann rak áður og úrskurðuð var gjaldþrota í maí.

Á meðal þeirra atriða sem eru til skoðunar samkvæmt heimildum Stundarinnar er hvort skattskyld velta upp á 237 milljónir hafi verið vantalin hjá Verkleigunni og 57 milljónum króna verið skotið undan við skil á útskatti á seinni hluta ársins 2017. Þá virðast vanskil hafa verið á staðgreiðslu, en rannsókn skattrannsóknarstjóra afmarkaðist við skattskil frá október til og með desember það ár. 

„Rannsóknin snýr meðal annars að því hvaða heimildir eru til þess að færa niður virðisaukaskil vegna tapaðra krafna. Við erum að vinna að því að afla gagna og það getur verið álitamál hvernig á að gera þetta,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Ingimars Skúla, í samtali við Stundina. Vísar hann þar til viðskipta Verkleigunnar við byggingarfyrirtækið SS hús ehf., fyrirtæki sem stýrt var af Sigurði Kristinssyni, einum hinna ákærðu í svokölluðu Skáksambandsmáli, og varð gjaldþrota í janúar 2018. 

Samkvæmt bókhaldi Verkleigunnar voru gefnir út sölureikningar á SS hús ehf. upp á samtals 15,3 milljónir sem fengust greiddir árið 2017. Þann 30. október það ár voru rúmlega 22 milljónir bakfærðar svo viðskiptin enduðu í mínus og virðisaukaskattgreiðslur vegna tímabilsins lækkuðu um rúmar 4 milljónir. „Ef félag telur fram til virðisauka en um leið að afskrifa kröfur sem félagið á á einhvern sem borgar ekki neitt og er farinn á hausinn, þá þarf það að gerast eftir vissum kokkabókum og nú er til skoðunar hvort þetta hafi verið gert allt rétt,“ segir Tryggvi.

Telur lögreglu hafa farið offari

Verkleigan fór í þrot í vor eftir að skattrannsóknarstjóri hafði kyrrsett eignir félagsins. Önnur starfsmannaleiga Ingimars, Manngildi ehf., var svo í sigti lögreglu nú á dögunum þegar gripið var til umfangsmikilla aðgerða vegna rannsóknar á útgáfu falsaðra skilríkja fyrir níu erlenda karlmenn. Ingimar var handtekinn en sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Hann telur lögreglu hafa farið offari og misbeitt valdi. Sjálfur segist hann hafa gert lögreglu viðvart í september um að skilríki erlends starfsmanns hjá Manngildi væru grunsamleg en lögregla ekkert aðhafst. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla. „Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“

„Ég mun rústa þér og rústa lífi þínu“

Eigandi Manngildis hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarnin misseri. Þann 18. nóvember 2017 sátu tveir menn fyrir Ingimari Skúla við heimili hans og réðust á hann með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. Skömmu síðar fóru honum að berast hótanir. „Ég mun rústa þér og rústa lífi þínu eins og þú reyndir að rústa mínu. Ég beið til að gera þetta almennilega og nú er stundin komin,“ segir í smáskilaboðum sem hann fékk 6. janúar síðastliðinn. 

Hann kærði málið til lögreglu í febrúar og kærði svo fyrrverandi starfsmenn Verkleigunnar fyrir fjárdrátt, fjársvik, skjalafals og skipulagða glæpastarfsemi í apríl. Halla Rut Bjarnadóttir, fyrrverandi lykilstarfsmaður Verkleigunnar, segir ásakanirnar fráleitar og að hið rétta muni koma í ljós.  

Starfsmönnunum á skrifstofu Verkleigunnar var sagt upp 2. október 2017. DV fjallaði ítarlega um uppsagnirnar og aðdraganda þeirra, meðal annars um atvik þar sem þáverandi starfsmenn á skrifstofu Verkleigunnar töldu sér ógnað af „vöðvatrölli“, en haft var eftir Tryggva, lögmanni Ingimars Skúla, að ákveðið hefði verið að ráðast í aðgerðir vegna gruns um fjárdrátt. „Þetta var eins og í svæsnasta reyfara,“ sagði Tryggvi þegar Stundin ræddi við hann um málið. „Það flæddu milljónatugir út úr fyrirtækinu án heimilda.“

Nafnlausar hótanir af NOVA-vef

Í nóvember 2017 varð Ingimar Skúli fyrir árás fyrir utan heimili sitt. „Snerist hann til varnar og var í átökum við þá þegar fótgangendur bar að og hurfu árásarmennirnir á brott við svo búið. Fór kærandi á Slysadeild Landspítala og var þar staðfest að hann var rifbeinsbrotinn eftir átökin,“ segir í kæru hans til lögreglu. 

Nokkrum vikum seinna fóru Ingimari að berast hótunarskilaboð í símann sinn gegnum vefsíðu NOVA. Lögð voru fram afrit af skilaboðunum sem fylgiskjöl með lögreglukærunni og þess óskað að lögregla grennslaðist fyrir um það hjá NOVA hver hefði sent skilaboðin. 

„Ég mun rústa þér og rústa lífi þínu 
eins og þú reyndir að rústa mínu“

Eftirfarandi skilaboð bárust 6. janúar: 1. „jæja nú er komið að því. Hélstu að þú mundir komast upp meðþetta? hahaha …nú kem ég úr öllum áttum.“ 2. „Þú gerðir mestu mistök í lífi þínu að ræna mig vanþakkláta fíflið þitt.“ 3. „Ég mun rústa þér og rústa lífi þínu eins og þú reyndir að rústa mínu. Ég beið til að gera þetta amlennilega.“ 4. „og nú er stundin komin.“ 5. „Þú og þrír aðrir eru ábyrgir fyrir að ræna öllu af mér og reyna að koma mér á götuna.“ 6. „Helvítis aumingjar sem þið eruð. Þið fáið allir fyrir ferðina. Á allan hátt mögulegan.“ 7. „Það er nú mitt mission in live að koma þér illa og mun ég aldrei hætta. Allt sem ég gerði fyrir þig.“ 8. „Tók aumingja sem var ekkert oggerði hann að alvöru manni sem menn báru virðingu fyrir og þú gerir þetta.“

Hjólbarðar eyðilagðir og lögmanninum einnig hótað

Daginn eftir að skilaboðin bárust var búið að skera og eyðileggja alla hjólbarða á bílum í eigu Verkleigunnar, Ingimars og unnustu hans. Alls hafa 12 dekk verið skorin

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vinnumál

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár